Uncategorized
Íslendingar á meðal frægustu Sommelier í heimi
Andrew Wigan víngerðamaður Peter Lehmann leiðir sögulega smökkun.
Í gær föstudagur 11. maí var flott fólk samankomið í París í alsérstæða smökkun: 25 árgangar af Shiraz vínum frá Peter Lehmann. Þetta er líklega eini framleiðandi sem á vín í sliku verkefni, og það er einstaklega forvitninlegt að finna hvernig þessi vín, sem eru að grunni til gerð til að drekka ung, hafa þolað tímans tönn. Í einu orði sagt: ótrúlega vel.
Í smökkuninni voru 3 bestu vínþjónar heims, þekkt nöfn frá Sommelier-skóla, kennari í vínfræðum frá Lausanne hótelskóla frægu, frá þekktustu tímaritum Evrópu um vín, framkvæmdastjóri Alþjóðlega Vínþjónasamtakanna… og undirrituð ásamt Kára Ellertssyni frá Glóbus og Sigmari Ö. Ingólfssyni frá Hótel Holti. Maður var allt í einu lítill. En Andrew Wigan, aðalvíngerðamaðurinn hjá Lehmann sem hefur tvísvar hlotið títil Víngerðamaður Ársins á ISWC í London, leiddi skmökkunina. Hann kom til Íslands í fyrravor og með okkur hafði tekið góð kynni, það var eins og að hitta gamlan vin þar. Sömuleiðis var staddur þar annar Íslandsvinur, Michelle Chantôme Anström, sem hefur haft veg og vanda að stjórna Ruinart Evrópukeppnina og komið í þeim tilgangi nokkra sinnum til Íslands.
Elsta vínið sem við smökkuðum var frá 1980 og yngsta var nýkomið á markaðnum, 2004 árgangur. Öll vínin voru venjuleg shiraz, ekki stærstu vínin sem hefðu þolað betur aldurinn. Elstu árgangarnir voru góðir, vel drykkjuhæfir þó hefði maður kannski ekki þekkt beinlinis þrúguna í blindsmakki, en vínin sóttu í þurrkaða ávexti, sveskjur,kakó, kaffi inn á milli voru enn til staðar dökk ber. Og tannín voru enn lífleg og mjúk, sýran aðeins viðloðandi vínin voru langt frá því að vera dauð. Eitt og eitt ár stóð uppúr, eins og 1980 og 86. Þá fór víngerðin að þroskast í nútímatækni og vinnan markvissari í ekrunum og kjallaranum uppúr 1990 breytast vínin: eik kemur til sögunnar, fyrst amerísk svo frönsk og þá byrja vínin líka að vera líkari því sem við þekkjum í dag. Ávöxturinn verður meira sultaður, enn eru nótur af þurrkuðum ávöxtum en í ríkara mæli dökk og rauð ber, vanilla, stundum smá rancio eða madeira-tónar. 1991 og 1998 standa þar uppúr, en lífleg vín sem mundu sóma sér vel á borði með mat. Vínin verða fínni og fínni með árunum, liturinn sem var ljóst múrsteinsbrúnt fyrst (1980-90) verður meira brúnn og þéttari, svo rauðbrúnn og dimmrauður. Leður og þéttur ávöxtur verða meira áberandi og koma sterkari en eikar- og geymslutónar (allt sem tengist brenndu þætti eins og kaffi, kakó, karamella,…). Í lokin, frá 2000, fáum við vínin sem við þekkjum og eru einkennandi fyrir Peter Lehmann.
Þetta var einstakt tækifæri að upplífa þessa smökkun en Frakkland er kannski ekki sterkasti völlurinn fyrir áströlsk vín, en mönnum fannst þetta mjög athyglisvert. Peter Lehmann er nefnilega enn sterkt fjölskyldufyrirtæki og að þessu leyti í sterkum tengslum við vínbóndann sem er sterkarsti hlekkurinn í keðjunni en er samt nógu stórt á alþjóðlegum mælikvarða til að geta rekið þessa sögu fyrir framan besta vínfólkið í Evrópu.
Dominique Plédel
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði