Keppni
Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin
Miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi fer fram Íslandsmót vínþjóna. Auk þess að þreyta skriflegt próf, þurfa keppendur að blindsmakka og greina vín, geta sýnt rétta meðhöndlun mismunandi víntegunda (s.s. umhellingu léttvíns og/eða opnun kampavíns) og skila vínpörun með matseðli.
Prófið og keppnin fer fram á ensku. Sú/sá sem fer með sigur af hólmi hlýtur titillinn Vínþjónn Íslands og mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti Vínþjóna sem fram fer á Íslandi í ár, sem og á Evrópumóti vínþjóna sem haldið verður á Kýpur í nóvember.
Viku fyrir Íslandsmótið, miðvikudaginn 19. ágúst, bjóða Vínþjónasamtök Íslands uppá frían fyrirlestur og kynningarfund þar sem Alba E. H. Hough, margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna og Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, núverandi Íslandsmeistari, bjóða væntanlegum keppendum og öðrum áhugasömum upp á tækifæri til að kynna sér og fara ítarlega yfir keppnisaðferðir og reglur.
Skráning og fyrirspurnir sendist forseta vínþjónasamtakanna, á netfangið: brandur.matthias.sigfusson@olgerdin.is
Staðsetning verður auglýst síðar.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata