Keppni
Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin
Miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi fer fram Íslandsmót vínþjóna. Auk þess að þreyta skriflegt próf, þurfa keppendur að blindsmakka og greina vín, geta sýnt rétta meðhöndlun mismunandi víntegunda (s.s. umhellingu léttvíns og/eða opnun kampavíns) og skila vínpörun með matseðli.
Prófið og keppnin fer fram á ensku. Sú/sá sem fer með sigur af hólmi hlýtur titillinn Vínþjónn Íslands og mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti Vínþjóna sem fram fer á Íslandi í ár, sem og á Evrópumóti vínþjóna sem haldið verður á Kýpur í nóvember.
Viku fyrir Íslandsmótið, miðvikudaginn 19. ágúst, bjóða Vínþjónasamtök Íslands uppá frían fyrirlestur og kynningarfund þar sem Alba E. H. Hough, margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna og Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, núverandi Íslandsmeistari, bjóða væntanlegum keppendum og öðrum áhugasömum upp á tækifæri til að kynna sér og fara ítarlega yfir keppnisaðferðir og reglur.
Skráning og fyrirspurnir sendist forseta vínþjónasamtakanna, á netfangið: [email protected]
Staðsetning verður auglýst síðar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






