Keppni
Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin
Miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi fer fram Íslandsmót vínþjóna. Auk þess að þreyta skriflegt próf, þurfa keppendur að blindsmakka og greina vín, geta sýnt rétta meðhöndlun mismunandi víntegunda (s.s. umhellingu léttvíns og/eða opnun kampavíns) og skila vínpörun með matseðli.
Prófið og keppnin fer fram á ensku. Sú/sá sem fer með sigur af hólmi hlýtur titillinn Vínþjónn Íslands og mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti Vínþjóna sem fram fer á Íslandi í ár, sem og á Evrópumóti vínþjóna sem haldið verður á Kýpur í nóvember.
Viku fyrir Íslandsmótið, miðvikudaginn 19. ágúst, bjóða Vínþjónasamtök Íslands uppá frían fyrirlestur og kynningarfund þar sem Alba E. H. Hough, margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna og Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, núverandi Íslandsmeistari, bjóða væntanlegum keppendum og öðrum áhugasömum upp á tækifæri til að kynna sér og fara ítarlega yfir keppnisaðferðir og reglur.
Skráning og fyrirspurnir sendist forseta vínþjónasamtakanna, á netfangið: [email protected]
Staðsetning verður auglýst síðar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






