Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót nema í öllum faggreinum haldið 6 – 8 mars 2014

Birting:

þann

Myndir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2010

Íslandsmót nema í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn verður haldið í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi dagana 6. – 8. mars 2014, en höllin er staðsett við Vallarkór í Vatnsendahverfi.

Þessa daga verður Íslandsmót iðn- og verkgreina einnig haldið á sama stað og eru nú þegar um 5600 grunnskólakrakkar úr grunnskólum af nánast öllu landinu búin að melda sig á keppnina. Keppt verður í um 25 greinum á Íslandsmótinu. Allar keppnirnar eru skipulögð af World skills á Íslandi, en keppnin er haldin annað hvert ár.

Plássið sem við fáum liggur ekki alveg fyrir ennþá. Ég hef meiri áhuga á því að gefa fleirum tækifæri til að taka þátt en við setjum upp eldhús á staðnum, verðum með skurðarborð, veitingasal osfr. Gerum ráð fyrir því að keppni í brauðum fari fram í Hótel og matvælaskólanum í MK og þau koma svo með brauðin í Kórinn og stilla upp.

, sagði Ólafur Jónsson einn af skipuleggjendum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um fagkeppnirnar í matvæla- og veitingasviði.

Tertuskreyting, uppsetning á kransakökum og súkkulaðivinna verður á staðnum í Kórnum. Kjötiðnaðarnemarnir keppa í kjötskurði og „steik mánaðarins“ (sem matreiðslunemar matreiða) svo fátt eitt sé nefnt. Í framreiðslu ætlum við að gera dálítið úr vínþekkingu og blöndun drykkja (óáfengra). Það verður t.a.m. kokteilkeppni, keppt í flamberingu og transeringu. Ég hef meiri áhuga að draga fram handverkið í þessari keppni

, sagði Ólafur að lokum og er öllum þeim sem áhuga hafa að taka þátt er bent á að hafa samband við Ólaf í síma 590-6400 / 892-5256 eða á netfangið [email protected]

Keppnin verður haldin í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi, en meðfylgjandi google kort sýnir svæðið og í næsta nágrenni við höllina:


View Larger Map

Samsett mynd: Myndir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2010 /skillsiceland.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið