Íslandsmót iðn- og verkgreina
Íslandsmót nema í öllum faggreinum haldið 6 – 8 mars 2014
Íslandsmót nema í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn verður haldið í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi dagana 6. – 8. mars 2014, en höllin er staðsett við Vallarkór í Vatnsendahverfi.
Þessa daga verður Íslandsmót iðn- og verkgreina einnig haldið á sama stað og eru nú þegar um 5600 grunnskólakrakkar úr grunnskólum af nánast öllu landinu búin að melda sig á keppnina. Keppt verður í um 25 greinum á Íslandsmótinu. Allar keppnirnar eru skipulögð af World skills á Íslandi, en keppnin er haldin annað hvert ár.
Plássið sem við fáum liggur ekki alveg fyrir ennþá. Ég hef meiri áhuga á því að gefa fleirum tækifæri til að taka þátt en við setjum upp eldhús á staðnum, verðum með skurðarborð, veitingasal osfr. Gerum ráð fyrir því að keppni í brauðum fari fram í Hótel og matvælaskólanum í MK og þau koma svo með brauðin í Kórinn og stilla upp.
, sagði Ólafur Jónsson einn af skipuleggjendum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um fagkeppnirnar í matvæla- og veitingasviði.
Tertuskreyting, uppsetning á kransakökum og súkkulaðivinna verður á staðnum í Kórnum. Kjötiðnaðarnemarnir keppa í kjötskurði og „steik mánaðarins“ (sem matreiðslunemar matreiða) svo fátt eitt sé nefnt. Í framreiðslu ætlum við að gera dálítið úr vínþekkingu og blöndun drykkja (óáfengra). Það verður t.a.m. kokteilkeppni, keppt í flamberingu og transeringu. Ég hef meiri áhuga að draga fram handverkið í þessari keppni
, sagði Ólafur að lokum og er öllum þeim sem áhuga hafa að taka þátt er bent á að hafa samband við Ólaf í síma 590-6400 / 892-5256 eða á netfangið [email protected]
Keppnin verður haldin í íþróttahöllinni Kórinn í Kópavogi, en meðfylgjandi google kort sýnir svæðið og í næsta nágrenni við höllina:
Samsett mynd: Myndir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2010 /skillsiceland.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta10 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac