Vertu memm

Keppni

Ísland vinnur silfurverðlaun í „Nordic Chef Junior“ keppninni

Birting:

þann

Keppendurnir Rúnar Pierre Heriveaux, Atli Þór Erlendsson, Natascha Elisabet Fischer og Jóhannes Steinn Jóhannesson dómari

Keppendurnir Rúnar Pierre Heriveaux, Atli Þór Erlendsson, Natascha Elisabet Fischer og Jóhannes Steinn Jóhannesson dómari
Mynd: tók Sveinbjörn Úlfarsson

Í dag kepptu þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum í Álaborg í Danmörku.

Rúnar Pierre Heriveaux - 2. sætið Nordic Chef Junior 2015

Rúnar Pierre Heriveaux

Rúnar Pierre Heriveaux varð í öðru sæti í Nordic Chef Junior.

Í flokki ungkokka „Nordic Chef Junior“ vann Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu til silfurverðlauna.  Martin Trana Flak frá Noregi sigraði í keppninni.  Aðrir íslensku keppendanna komust ekki í verðlaunasæti en stóðu sig gríðarlega vel í harðri keppni, að því fram kemur í fréttatilkynnningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.

Rúnar Pierre er 21 árs gamall og matreiðslunemi í Lava Bláa Lóninu. Hann var valinn matreiðslunemi ársins 2013 og varð í fjórða sæti í norrænu nemakeppninni 2014. Rúnar Pierre var aðstoðarmaður í Bocuse d´Or keppninni 2015.

Ég er ánægður með frammistöðuna og hvernig ég framkvæmdi allt eftir plani og hafði skipulagt á æfingum síðustu mánuði en hefði auðvitað viljað ná toppsætinu, tek það bara næst.

Sagði Rúnar hress.

Í „Nordic Chef“ þar sem Atli Þór Erlendsson frá Grillinu keppti sigraði sænski keppandinn Eddy Karlsson.

Natascha Elisabet Fischer frá veitingastaðnum Kopar keppti í framreiðslu í „Nordic Waiter“ keppninni en þar sigraði danski keppandinn Heine Egelund.

Atli Þór er 27 ára gamall matreiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu og handhafi titilsins „Matreiðslumaður ársins“ þar sem hann sigraði í keppninni í mars síðastliðnum. Atli Þór var nýlega valinn  í Kokkalandsliðið.

Natascha Elisabet er 28 ára gömul og er framreiðslumaður á Kopar. Hún hefur keppt í ýmsum kokteilkeppnum og varð í 2. sæti í Food & Fun keppninni 2014.

Í dómnefndinni fyrir kokkakeppnirnar í sat Jóhannes Steinn Jóhannesson sem er sjálfur þrautreyndur keppnismaður í matreiðslu og er í Kokkalandsliðinu.

Úrslit í Nordic Young Chef:
1. sæti – Martin Trana Flak, Noregi
2. sæti – Rúnar Pierre Heriveaux, Íslandi
3. sæti – Ludwig Tjørnemo, Svíþjóð

Úrslit í Nordic Chef:
1. sæti – Eddy Karlsson, Svíþjóð
2. sæti – Christian Andre Pettersen, Noregi
3. sæti – Heikki Liekola, Finnland

Úrslit í Nordic Waiter:
1. sæti – Heine Egelund, Danmörk
2. sæti – Thomas Pedersen, Noregur
3. sæti – Michaela Sarfati, Svíþjóð

 

Myndir: Klúbbur Matreiðslumeistari

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið