Keppni
Ísland vinnur silfurverðlaun í „Nordic Chef Junior“ keppninni

Keppendurnir Rúnar Pierre Heriveaux, Atli Þór Erlendsson, Natascha Elisabet Fischer og Jóhannes Steinn Jóhannesson dómari
Mynd: tók Sveinbjörn Úlfarsson
Í dag kepptu þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum í Álaborg í Danmörku.
Í flokki ungkokka „Nordic Chef Junior“ vann Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu til silfurverðlauna. Martin Trana Flak frá Noregi sigraði í keppninni. Aðrir íslensku keppendanna komust ekki í verðlaunasæti en stóðu sig gríðarlega vel í harðri keppni, að því fram kemur í fréttatilkynnningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.
Rúnar Pierre er 21 árs gamall og matreiðslunemi í Lava Bláa Lóninu. Hann var valinn matreiðslunemi ársins 2013 og varð í fjórða sæti í norrænu nemakeppninni 2014. Rúnar Pierre var aðstoðarmaður í Bocuse d´Or keppninni 2015.
Ég er ánægður með frammistöðuna og hvernig ég framkvæmdi allt eftir plani og hafði skipulagt á æfingum síðustu mánuði en hefði auðvitað viljað ná toppsætinu, tek það bara næst.
Sagði Rúnar hress.
Í „Nordic Chef“ þar sem Atli Þór Erlendsson frá Grillinu keppti sigraði sænski keppandinn Eddy Karlsson.
Natascha Elisabet Fischer frá veitingastaðnum Kopar keppti í framreiðslu í „Nordic Waiter“ keppninni en þar sigraði danski keppandinn Heine Egelund.
Atli Þór er 27 ára gamall matreiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu og handhafi titilsins „Matreiðslumaður ársins“ þar sem hann sigraði í keppninni í mars síðastliðnum. Atli Þór var nýlega valinn í Kokkalandsliðið.
Natascha Elisabet er 28 ára gömul og er framreiðslumaður á Kopar. Hún hefur keppt í ýmsum kokteilkeppnum og varð í 2. sæti í Food & Fun keppninni 2014.
Í dómnefndinni fyrir kokkakeppnirnar í sat Jóhannes Steinn Jóhannesson sem er sjálfur þrautreyndur keppnismaður í matreiðslu og er í Kokkalandsliðinu.
Úrslit í Nordic Young Chef:
1. sæti – Martin Trana Flak, Noregi
2. sæti – Rúnar Pierre Heriveaux, Íslandi
3. sæti – Ludwig Tjørnemo, Svíþjóð
Úrslit í Nordic Chef:
1. sæti – Eddy Karlsson, Svíþjóð
2. sæti – Christian Andre Pettersen, Noregi
3. sæti – Heikki Liekola, Finnland
Úrslit í Nordic Waiter:
1. sæti – Heine Egelund, Danmörk
2. sæti – Thomas Pedersen, Noregur
3. sæti – Michaela Sarfati, Svíþjóð
Myndir: Klúbbur Matreiðslumeistari

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun