Bocuse d´Or
Ísland í 7. sæti í Bocuse d’Or Europe
Eins og fram hefur komið þá komst Ísland áfram í undankeppninni Bocuse d’Or Europe sem haldin var dagana 7. og 8. maí í Stokkhólmi, þar sem Sigurður Helgason keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon.
Úrslit urðu á þessa leið:
- sæti – Tommy Myllymaki frá Svíþjóð, en hann starfar á veitingastaðnum Sjon. Tommy hlýtur 1.9 milljón í verðlaun.
- sæti – Kenneth Hansen frá Danmörku, hann starfar á veitingastaðnum og hótelinu Svinkløv Badehotel. Kenneth hlýtur 1.4 milljón í verðlaun.
- sæti – Ørjan Johannessen frá Noregi og starfar á veitingastaðnum Bekkjarvik Gjestgiveri. Ørjan hlýtur 950 þúsund í verðlaun
Besti fisk-, og kjötrétturinn og aðstoðarmaðurinn
- Með besta fiskréttinn var það keppandinn Nicolas Davouze frá Frakklandi en hann starfar á veitingastaðnum Château Saint-Martin & Spa.
- Matti Jämsen frá Finnlandi átti besta kjötréttinn, en hann starfar á veitingastaðnum G. W. Sundmans.
- Svo var það Valeria Sidorova frá Rússlandi sem hlaut titilinn Besti aðstoðarmaðurinn, en hún aðstoðaði rússneska kandídatinn Igor Sus.
Ísland í 7. sæti
Af þeim 20 löndum sem kepptu í undankeppninni Bocuse d´Or Europe, þá voru það 12 lönd sem komust áfram í hina víðfrægu Bocuse d´Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 27. og 28. janúar 2015, en þau eru:
- sæti – Svíþjóð – Tommy Myllymaki, starfar á veitingastaðnum Sjon
- sæti – Danmörk – Kenneth Hansen, starfar á veitingastaðnum Svinkløv Badehotel
- sæti – Noregur – Ørjan Johannessen, starfar á veitingastaðnum Bekkjarvik Gjestgiveri
- sæti – Frakkland – Nicolas Davouze, starfar á veitingastaðnum Château Saint-Martin & Spa
- sæti – Finnland – Matti Jämsen, starfar á veitingastaðnum G. W. Sundmans
- sæti – Bretland – Adam Bennett, starfar á veitingastaðnum The Cross
- sæti – Ísland – Sigurður Helgason, starfar á veitingastaðnum Grillið á Radissonblu Hótelinu
- sæti – Eistland – Dmitri Haljukov, starfar á veitingastaðnum Cru
- sæti – Ungverjaland – Gábor Molnar, starfar á veitingastaðnum Geisel
- sæti – Þýskaland – Christian Krüger, starfar á veitingastaðnum Axt
- sæti – Holland – Jan Smink, starfar á veitingastaðnum Kwartier Noord
- sæti – Sviss – Christoph Hunziker, starfar á veitingastaðnum Schämerhof
Bocuse d’Or Europe 2016
Bocuse d’Or Europe 2016 verður haldin í Búdapest höfuðborg Ungverjalands og er það í fimmta sinn sem að undankeppnin er haldin eftir að reglunum var breytt árið 2008. Sjálf aðalkeppnin Bocuse d´or hefur verið haldin frá því árinu 1987, en Ísland tók í fyrsta sinn þátt árið 1999 og þá keppti Sturla Birgisson sem náði með glæsilegum árangri 5. sætið.
Það er Bocuse d´Or Akademía Íslands sem er handhafi þátttökuréttar íslendinga og á veg og vanda af skipulagningu.
Á næstu dögum verða birtar myndir af keppnisréttum allra þjóða, vídeó frá æfingum og af sjálfri Bocuse d’Or Europe keppninni.
Myndir: bocusedor-europe.com
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði