Keppni
Ísland í 5. sæti á HM
Ísland endaði í 5 sæti á heimsmeistaramótinu í kokteilagerð. Keppandi Íslands Grétar Matthíasson var efstur í sínum flokki (freyðandi kokteill) með drykkinn sinn Volvoinn og tryggði sig áfram í 15 manna úrslit.
Á degi 2 var keppt í 3 greinum, skriflegu prófi, bragð og lyktarprófi og í svokallaðri markaðs keppni sem fram fór á bændamarkaði í Funchal, þar höfðu keppendur að hámarki 1,5 klst til þess að versla öll hráefni og útbúa drykk.
Þar stóð Grétar sig frábærlega og endaði í 3. sæti.
Það dugði þó ekki til þess að komast í 3ja manna ofurúrslitin þar sem Macau hreppti 1. sætið.
5. sætið var okkar og er óhætt að segja að niðurstaðan sé frábær.
Hér má lesa samantekt af keppnisdegi 2.
Fréttayfirlit hér.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi















