Bocuse d´Or
Ísland í 11. sæti í Bocuse d’Or 2019
Eins og fram hefur komið þá voru úrslitin kynnt í Bocuse d´Or kynnt rétt í þessu við hátíðlega athöfn. Það var Danmörk sem sigraði, en úrslitin er hægt að lesa hér.
Ísland lenti í 11. sæti og var það Bjarni Siguróli Jakobsson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Ísak Darri Þorsteinsson.
Keppnin var haldin í Lyon í Frakklandi dagana 29. – 30. janúar 2019.

Viktor Örn Andrésson, Ísak Darri Þorsteinsson, Sturla Birgisson og Bjarni Siguróli Jakobsson.
Mynd: Þráinn Freyr Vigfússon
Bjarni var sjötti keppandinn í eldhúsið og hóf keppni kl. 08:00 þriðjudaginn 29. janúar s.l. Forréttur Bjarna var borinn á borð fyrir dómnefndina kl. 13:00 og kjötrétturinn kl. 13:35 á íslenskum tíma.
Þjálfari var Viktor Örn Andrésson. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.
Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
Fjöldi Íslendinga fylgdu Bjarna til Lyon til að styðja við okkar mann og það heyrðist alltaf vel í stuðningsmönnum Íslands sem sungu; Áfram Ísland, í þessari risastóru höll sem Bocuse d´Or keppnin fór fram í.
Löndin sem kepptu
24 þjóðir kepptu til úrslita eftir að hafa farið í gegnum undankeppnir í sínum heimsálfum.
Úrslit:
Hráefnið sem keppt var með:

Framlag Íslands í Bocuse d´Or 2019.
Grænmetis “chartreus” fyllt með 4 tegundum af stúfuðum skelfisk; ostru, kúfskel, hörpuskel og bláskel. Tertan þarf að vera 50% grænmeti að lágmarki.
Þetta verkefni er til heiðurs Joel Robuchon sem var frægur fyrir að gera nútímlegar útgáfur af klassískum réttum og það er einmitt það sem stjórnendur keppninnar biðja keppendur um að útfæra.
Mynd: bocusedor.com

Framlag Íslands í Bocuse d´Or 2019.
Kálfahryggur sem þarf að vera ofnbakaður, heill (roasted whole in one piece) og borinn fram á beininu, stöffaður með kálfainnyflum s.s. brisi, lifur, nýru, görnum, löppum.
Þessi réttur er dæmigerður Paul Bocuse réttur og því til heiðurs honum, en hann lést 20. janúar 2018 þá 91. árs að aldri.
Mynd: bocusedor.com
Íslenska kynningarmyndbandið
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya








