Vertu memm

Markaðurinn

Ísey skyr hlýtur heiðursverðlaun á matvælasýningu í Danmörku

Birting:

þann

Ísey skyr hlýtur heiðursverðlaun á matvælasýningu í Danmörku

Frá matvælasýningunni International Food Contest

Ísey skyr Crème brûlée vann sérstök heiðursverðlaun á matvælasýningunni International Food Contest sem haldin er í Herning í Danmörku dagana 1.-3. nóvember. Ísey skyr Crème brûlée hlaut einkunnina 14,16 en hæsta mögulega einkunn er 15.

Í framhaldinu var skyrið tilnefnt í flokknum Besta mjólkurvaran í flokki neysluvara (International Food Contest – Konsum kategori) og sigraði þann flokk með glæsibrag.

Í úrskurði dómnefndar segir:

„Skyrið er ferskt og örlítið súrt og Crème brûlée bragðið í góðu jafnvægi. Ljóst er að þetta skyr er framleitt af hæfileikaríku fagfólki og býður skyrið upp á milt og gott bragð þegar þig langar í hollt og gott millimál.“

Þetta er í þriðja sinn sem íslensk vara hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun en Mjólkursamsalan vann þau árið 2017 fyrir Ísey skyr með bökuðum eplum og 2012 fyrir Kókómjólk.

Ísey skyr hlýtur heiðursverðlaun á matvælasýningu í Danmörku

Svend Jörgensen og Eva Hrund Aðalbjarnardóttir taka við heiðursverðlaunum fyrir hönd Mjólkursamsölunnar

Gengi mjólkurvara frá MS hefur alla tíð verið gott í keppninni og var árið í ár engin undantekning en alls hlaut fyrirtækið 22 verðlaun fyrir vörur sínar. Eigendur og starfsmenn Mjólkursamsölunnar eru með eindæmum stoltir af góðum árangri á alþjóðavettvangi en ekki síður af þeim frábæra hópi fagfólks sem íslenskur mjólkuriðnaður býr yfir á öllum sviðum.

Ísey skyr hlýtur heiðursverðlaun á matvælasýningu í Danmörku

Heildarlisti yfir verðlaun MS á matvælasýningunni International Food Contest 2022 er eftirfarandi:

Besta mjólkurvaran í flokki neysluvara – Ísey skyr Crème brûlée 170 g
Heiðursverðlaun í skyrflokki – Ísey skyr Crème brûlée 170 g

Gull – Pepperóní kryddostur
Gull – KEA skyr með mangó í botni 200 g
Gull – Grísk jógúrt með eplum, perum, kínóa og korni 180 g
Silfur – Bónda Brie 100 g
Silfur – Óðals Cheddar 9000 g
Silfur – Benecol með appelsínu 65 ml
Silfur – Ísey skyr próteindrykkur – jarðarber og banani 330 ml
Silfur – Ísey skyr bláber 500g
Silfur – KEA skyr með saltkaramellubragði 200 g
Silfur – Ísey skyr jarðarber og hvítt súkkulaði 170 g
Silfur – Hleðsla Extra 330 g
Silfur – Feykir 12+ 14000 g
Brons – Skinkumyrja 300 g
Brons – Dala Brie 150 g
Brons – LGG+ með epli og perum 65 ml
Brons – KEA skyr kolvetnaskert með jarðarberjum og bönunum 200 g
Brons – Ísey skyr sítrónubaka 170 g
Brons – Heimilisjógúrt með karamellubragði 1000 g
Brons – Næring+ með kaffi- og súkkulaðibragði250ml
Brons – Óðals Tindur 15000 g

Yfirlit yfir öll verðlaun, dóma og niðurstöður er að finna á heimasíðu sýningarinnar, foodcontest.dk

Myndir: aðsendar

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið