Markaðurinn
Ísey skyr hlýtur heiðursverðlaun á matvælasýningu í Danmörku
Ísey skyr Crème brûlée vann sérstök heiðursverðlaun á matvælasýningunni International Food Contest sem haldin er í Herning í Danmörku dagana 1.-3. nóvember. Ísey skyr Crème brûlée hlaut einkunnina 14,16 en hæsta mögulega einkunn er 15.
Í framhaldinu var skyrið tilnefnt í flokknum Besta mjólkurvaran í flokki neysluvara (International Food Contest – Konsum kategori) og sigraði þann flokk með glæsibrag.
Í úrskurði dómnefndar segir:
„Skyrið er ferskt og örlítið súrt og Crème brûlée bragðið í góðu jafnvægi. Ljóst er að þetta skyr er framleitt af hæfileikaríku fagfólki og býður skyrið upp á milt og gott bragð þegar þig langar í hollt og gott millimál.“
Þetta er í þriðja sinn sem íslensk vara hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun en Mjólkursamsalan vann þau árið 2017 fyrir Ísey skyr með bökuðum eplum og 2012 fyrir Kókómjólk.

Svend Jörgensen og Eva Hrund Aðalbjarnardóttir taka við heiðursverðlaunum fyrir hönd Mjólkursamsölunnar
Gengi mjólkurvara frá MS hefur alla tíð verið gott í keppninni og var árið í ár engin undantekning en alls hlaut fyrirtækið 22 verðlaun fyrir vörur sínar. Eigendur og starfsmenn Mjólkursamsölunnar eru með eindæmum stoltir af góðum árangri á alþjóðavettvangi en ekki síður af þeim frábæra hópi fagfólks sem íslenskur mjólkuriðnaður býr yfir á öllum sviðum.
Heildarlisti yfir verðlaun MS á matvælasýningunni International Food Contest 2022 er eftirfarandi:
Besta mjólkurvaran í flokki neysluvara – Ísey skyr Crème brûlée 170 g
Heiðursverðlaun í skyrflokki – Ísey skyr Crème brûlée 170 g
Gull – Pepperóní kryddostur
Gull – KEA skyr með mangó í botni 200 g
Gull – Grísk jógúrt með eplum, perum, kínóa og korni 180 g
Silfur – Bónda Brie 100 g
Silfur – Óðals Cheddar 9000 g
Silfur – Benecol með appelsínu 65 ml
Silfur – Ísey skyr próteindrykkur – jarðarber og banani 330 ml
Silfur – Ísey skyr bláber 500g
Silfur – KEA skyr með saltkaramellubragði 200 g
Silfur – Ísey skyr jarðarber og hvítt súkkulaði 170 g
Silfur – Hleðsla Extra 330 g
Silfur – Feykir 12+ 14000 g
Brons – Skinkumyrja 300 g
Brons – Dala Brie 150 g
Brons – LGG+ með epli og perum 65 ml
Brons – KEA skyr kolvetnaskert með jarðarberjum og bönunum 200 g
Brons – Ísey skyr sítrónubaka 170 g
Brons – Heimilisjógúrt með karamellubragði 1000 g
Brons – Næring+ með kaffi- og súkkulaðibragði250ml
Brons – Óðals Tindur 15000 g
Yfirlit yfir öll verðlaun, dóma og niðurstöður er að finna á heimasíðu sýningarinnar, foodcontest.dk
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars