Frétt
ÍSAM, ÓJ&K og Sælkeradreifing sameina heildsölurekstur
Samkomulag hefur náðst milli hluthafa ÍSAM ehf. annars vegar og hluthafa Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf. hins vegar um að sameina heildsölurekstur fyrirtækjanna í nýju félagi. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirhuguð sameining nær eingöngu til heildsöluhluta fyrirtækjanna þriggja en ekki framleiðslufyrirtækja á þeirra vegum (Nýja kaffibrennslan, Kaffitár, Myllan, Ora, Kexverksmiðjan Frón, Kexsmiðjan) sem verða áfram í eigu núverandi hluthafa.
Ó. Johnson & Kaaber er meðal elstu starfandi fyrirtækja landsins og fagnar 115 ára afmæli á þessu ári. Frá stofnun þess árið 1906 hefur ÓJ&K höndlað með margs konar innfluttan varning, einkum þó matvæli og hreinlætisvörur. Árið 2006 keypti ÓJ&K heildsöluna Sælkeradreifingu sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu til stóreldhúsa, s.s. veitingahúsa, mötuneyta og hótela. Kaffibrennsla ÓJ&K, stofnuð 1924, hefur frá árinu 2000 starfað undir nafni Nýju kaffibrennslunnar sem árið 2018 keypti framleiðslu og rekstur Kaffitárs. Starfsmenn ÓJ&K og SD eru um 70 talsins. Nýja kaffibrennslan og Kaffitár verða ekki hluti af fyrirhugaðri sameiningu og verða áfram í eigu núverandi hluthafa.
ÍSAM var stofnað í apríl 1964 og hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á að flytja inn og markaðssetja þekkt vörumerki í náinni samvinnu við framleiðendur en fyrirtækið var áður þekkt sem Íslensk-Ameríska. Upp úr aldamótum 2000 bættust við samstæðuna framleiðslufyrirtækin Myllan, Ora, Frón og Kexsmiðjan á Akureyri. Starfsmenn heildsöluhluta ÍSAM eru um 60 talsins. Framleiðslueiningarnar verða áfram í eigu núverandi hluthafa.
Fjármálaráðgjöf Deloitte hefur umsjón með fyrirhugaðri sameiningu ásamt lögmannsstofunum LOGOS og Juris. Aðilar samkomulagsins munu ekki tjá sig um fyrirhugaða sameiningu á meðan hún er til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Mynd: aðsend
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti