Keppni
Ísak Aron og Bianca Tiantian sigruðu í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins
Í gær fóru keppnirnar Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins fram á sýningunni Stóreldhúsið 2022 í Laugardalshöll.
Fjölmargir keppendur voru skráir til leiks en Garri hefur haldið eftirrétta keppnina frá árinu 2010 og konfektmolann frá árinu 2017. Garri heldur keppnina í samstarfi við Cacao Barry sem leitast stöðugt við að þjóna matreiðslufólki með því að bjóða hágæða súkkulaði og efla sköpunargáfu matreiðslumanna. 100% af Cacao Barry kakóbaunum styður við sjálfbæra uppskeru.
Þema keppninnar í ár var Ávaxtarík upplifun og voru skylduhráefnin ákveðin áskorun fyrir keppendur sem sýndu mikla fagmennsku og metnað. Dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.
Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2022
Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2022 er Ísak Aron Jóhannsson, hjá Lux Veitingum, í öðru sæti var Dagur Hrafn Rúnarsson, aðstoðarmaður í Bocuse d‘Or og í þriðja sæti var Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson hjá veitingastaðnum Óx.
Sigurvegari í Konfektmola ársins
Sigurvegari í Konfektmola ársins er Bianca Tiantian Zhang, hjá Sandholt bakarí, í öðru sæti var Aðalheiður Reynisdóttir hjá Reykjavík Edition og í þriðja sæti var Filip Jan Jozefik hjá veitingastaðnum Mika.
Sigurvegari í Eftirréttur ársins og í Konfektmola ársins fengu í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.
Dómarar í Eftirréttur ársins
Ólöf Ólafsdóttir. Fyrsta sæti í Eftirréttur Ársins árið 2021 og Head pastry chef Monkeys.
Sebastian Pettersson, Executive pastry chef hjá Tak í miðborg Stokkhólms og liðsstjóri Sænska ungliða kokkalandsliðsins.
Sigurjón Bragi Geirsson, Bocuse d’Or keppandi 2021-2023, Kokkur ársins 2019 og þjálfari Íslenska Kokkalandsliðsins árið 2020.
Dómarar í Konfektmoli Ársins
Karl Viggó Vigfússon eigandi Héðinn Kitchen & Bar og stofnandi Blackbox, Omnom og Skúbb.
Vigdís Mi Diem Vo. Fyrsta sæti í Konfektmoli ársins 2021, 2.sæti í Konfektmoli ársins 2020, 3. sæti í Konfektmoli ársins 2019, 3.sæti í Eftirréttur ársins árið 2013. Eigandi Kjarr Restaurant.
Myndir: garri.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði