Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Ísafjörður | Kafli 2 | Veitingarýni: Plássið og Hótel Núpur

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Plássið - Stykkishólmur

Vöknuðum eftir góðan nætursvefn fengum okkur smá morgunsnarl og tékkuðum út og héldum sem leið lá til Stykkishólms en það skyldi hádegisverður snæddur.

Plássið

Við komum inn á veitingastaðinn Plássið, fengum okkur sæti, pöntuðum drykki og eftirfarandi mat:

Veitingastaðurinn Plássið - Stykkishólmur

Tómatlöguð sjávarréttasúpa, með Breiðfirsku sjávarfangi og heimalöguðu brauði

Tómatlöguð sjávarréttasúpa, með Breiðfirsku sjávarfangi og heimalöguðu brauði

Ósköp var þetta lítilfjörleg súpa, það hafði gleymst að setja bragðið í hana.

Lax Plássins - Reyktur og grafnn lax með dilldressingu og heimalöguðu brauði

Lax Plássins – Reyktur og grafnn lax með dilldressingu og heimalöguðu brauði

Ekki var laxinn betri, sósan og brauðið var ágætt.

Grænmetislasagne með fersku salati og brauði

Grænmetislasagne með fersku salati og brauði

Leit mjög vel út, bragð þokkalegt, en það skondnasta var að við fundum ekkert pasta í réttinum.

Kjúklingabringa með sveppasósu, frönskum og salati

Kjúklingabringa með sveppasósu, frönskum og salati

Kjúklingurinn var ágætur, grænmetið gott, sósan fór fyrir lítið og ég hélt að menn væru hættir að úða kartöflukryddi á kartöflurnar og léti gestinn það eftir hvort hann vilji eyðileggja kartöflurnar.

Þegar hér var komið við sögu þorðum við ekki að panta eftirrétt, greiddum og fórum út hálffúlir.

Hótel Núpur

Næst lá leiðin niður á höfn og um borð í Baldur en við ætluðum að sigla yfir Breiðafjörð, á móti okkur tóku starfsmenn Sæferða og ekkert nema liðlegheitin og fann maður að maður var velkominn um borð.

Svo var lagt af stað og stoppað við í Flatey og svo haldið áfram og að lokum komum við að Brjánslæk og þar keyrt í land.

Svo var haldið á sennilegasta mest bölvaða veg landsins Dynjandisheiði og svo Hrafnseyrarheiði og sem leið lá að Hótel Núpi en þar skyldi gist og snæddur kvöldverður.

Guðmundur tók vel á móti okkur og lét okkur hafa lykil að herberginu og við fórum og komum okkur fyrir, héldum svo niður í matsal til kvöldverðar og var ákveðið að hann myndi ráða hvað við fengjum að borða og hér kemur það:

Taðreyktur Tálknafjarðar sjóbirtingur með piparrótarsósu

Taðreyktur Tálknafjarðar sjóbirtingur með piparrótarsósu

Svakalega góður, hefði kosið að sósan væri sterkari því fiskurinn þoldi það alveg

Pönnusteikt Rauðspretta með rækjum og möndlum, salati og smælki kartöflum

Pönnusteikt Rauðspretta með rækjum og möndlum, salati og smælki kartöflum

Eitt orð, æðislegur.

Nautaribeye með salati, smælkikartöflum og Béarnaissósu

Nautaribeye með salati, smælkikartöflum og Béarnaissósu

Góð steik, flott elduð og sósan alvöru

Rabbabaragrautur með þeyttum rjóma og krækiberjasaft

Rabbabaragrautur með þeyttum rjóma og krækiberjasaft

Algjör draumur að borða og saftið mjög gott.

Skyr með bláberjum og krækiberjasaft

Skyr með bláberjum og krækiberjasaft

Flottur endir á góðri máltíð

Sátum smástund með vertinum og spjölluðum um daginn og veginn, svo vorum við orðnir smá dasaðir og kvöddum og héldum til herbergis og beint í koju til að vera klár í það sem næsti dagur byði upp á.

Fleira tengt efni:

Ísafjörður | Kafli 1 | Veitingarýni: Café Flóra og Sjávarpakkhúsið

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið