Sverrir Halldórsson
Innsiglið rofið og vertinn vel hvíldur
„Þeir eru að rjúfa innsiglið núna. Ég er að fara keyra vestur aftur og við verðum með opið í kvöld. Við getum reyndar ekki verið með hlaðborð líkt og venjulega en það verður hægt að panta stakar pönnur. Ljósi punkturinn í þessu öllu er sá að ég kem vel hvíldur tilbaka,“ segir Magnús Hauksson, vert á veitingastaðnum Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. Eins og kunnugt er orðið var staðurinn innsiglaður af Ríkisskattstjóra á fimmtudag en það var í fyrsta skipti sem embættið beitir slíkri heimild til að stöðva atvinnurekstur, að því er fram kemur á bb.is.
Nokkur styr hefur staðið um aðgerðina og mótmæltu eigendur veitingastaðarins ummælum Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra sem líkti mikilli fjölgun í starfsemi tengdri ferðaþjónustu við gullgrafaraæði. Þar sem Tjöruhúsið var eina fyrirtækið sem nefnt var í þessu samhengi vildu forsvarsmenn þess meina að hann hafi þarna bendlað þá við gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og skattsvik, þegar ljóst væri „að um væri að ræða misskilning í bland við klassískan vestfirskan tossagang.“, segir enn fremur á vestfirska vefnum bb.is.
Mynd: bb.is
Taggaðu okkur á Twitter og Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni3 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Ítalskur matreiðslunemi tryggir sér sigur með íslenskum saltfiski
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Sticky Fingers BBQ keðjan sækir um greiðslustöðvun – Óvissa um framtíð fyrirtækisins