Sverrir Halldórsson
Innsiglið rofið og vertinn vel hvíldur
„Þeir eru að rjúfa innsiglið núna. Ég er að fara keyra vestur aftur og við verðum með opið í kvöld. Við getum reyndar ekki verið með hlaðborð líkt og venjulega en það verður hægt að panta stakar pönnur. Ljósi punkturinn í þessu öllu er sá að ég kem vel hvíldur tilbaka,“ segir Magnús Hauksson, vert á veitingastaðnum Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. Eins og kunnugt er orðið var staðurinn innsiglaður af Ríkisskattstjóra á fimmtudag en það var í fyrsta skipti sem embættið beitir slíkri heimild til að stöðva atvinnurekstur, að því er fram kemur á bb.is.
Nokkur styr hefur staðið um aðgerðina og mótmæltu eigendur veitingastaðarins ummælum Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra sem líkti mikilli fjölgun í starfsemi tengdri ferðaþjónustu við gullgrafaraæði. Þar sem Tjöruhúsið var eina fyrirtækið sem nefnt var í þessu samhengi vildu forsvarsmenn þess meina að hann hafi þarna bendlað þá við gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og skattsvik, þegar ljóst væri „að um væri að ræða misskilning í bland við klassískan vestfirskan tossagang.“, segir enn fremur á vestfirska vefnum bb.is.
Mynd: bb.is
Taggaðu okkur á Twitter og Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan