Vertu memm

Markaðurinn

Innnes tekur við sölu og dreifingu á vínum frá Bolla

Birting:

þann

Innnes tekur við sölu og dreifingu á vínum frá Bolla

Innnes ehf. hefur tekið yfir sölu og dreifingu á vínum frá hinu virta vínhúsi Bolla.

Bolla á sér ríka sögu og djúpar rætur í víngerðarhefðum Ítalíu. Víngerðin var stofnuð árið 1883 og hefur síðan þá skapað sér nafn fyrir gæði, hefð og nýsköpun. Þekktust eru vín þeirra frá Valpolicella vínræktunarsvæðinu, þar á meðal hið vinsæla Amarone della Valpolicella.

Vínin frá Bolla eru Íslendingum vel kunn og hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin, bæði fyrir gæði og stöðugleika. Það er því sérstakt ánægjuefni fyrir Innnes að fá þetta virta vínhús í þeirra hóp. Innnes hlakkar til að halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á þessi frábæru vín og styðja við enn frekari útbreiðslu þeirra hér á landi.

Endilega kynnið ykkur nánar vínin frá Bolla hér.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið