Frétt
Innkallanir: myglueitur í speltmúslí og egg ekki tilgreint í rækju dumplings
Matvælastofnun varar þau sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir eggjum við neyslu á Mini Mandu Prawn Dumplings, því egg eru ekki tilgreind í innihaldslýsingu vörunnar. Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 6, hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu og innkallað vöruna frá neytendum.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Bibigo
- Vöruheiti: Mini Mandu Prawn Dumplings
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetningar: 12/01/2024, 21/06/2024 og 10/08/2024
- Strikamerki: 4 016337 916002
- Nettómagn: 360g
- Framleiðandi: CJ Foods Vietnam Co. LTD.
- Framleiðsluland: Víetnam
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 6
- Dreifing: Market Hong Phat
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem eiga umrædda voru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Market Hong Phat og fá endurgreitt.
Myglueitur í speltmúslí
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af MUNA speltmúslí með trönuberjum, vegna þess að myglueitrið okratoxín greindist yfir mörkum í sultanas rúsínum sem eru í vörunni. Icepharma hf. hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: MUNA
- Vöruheiti: Múslí spelt með trönuberjum
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.01.2025
- Lotunúmer: BN52441
- Nettómagn: 500 g
- Framleiðandi: Horst Bode Import-Export GmbH (Bode Naturkost)
- Framleiðsluland: Þýskaland
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
- Dreifing: Nettó, Þín Verslun-Kassinn, Melabúðin, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland, Fjarðarkaup, Hlíðarkaup.
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er
hægt að skila henni til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi