Frétt
Innkallað: mygla myndaðist í kaffiskyri
Matvælastofnun varar neytendur við einni framleiðslulotu af kaffiskyri með kaffi og vanillubragði frá Örnu ehf. vegna framleiðslugalla en í vörunni myndaðist mygla. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Kaffiskyr með kaffi og vanillubragði
- Framleiðandi: Arna ehf., Hafnargata 80, 415 Bolungarvík
- Umbúðir: 200 g askja
- Geymsluþol: Best fyrir 14.11.2024
- Dreifing: Allar verslanir sem selja vörur frá Örnu ehf.
Neytendum sem hafa keypt vöruna með umræddri dagsetningu er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til Örnu.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður