Frétt
Innkalla krydd vegna skordýra sem fundust í vörunni
Krónan hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað eftirfarandi matvöru vegna skordýra sem fundust í vörunni.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Bowl & Basket
- Vöruheiti: Jalapeno Everything Bagel Seasoning
- Nettómagn: 65 grömm
- Framleiðandi: Wakefern
- Innflytjandi: Krónan
- Framleiðsluland: Bandaríkin
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 5/04/2025 (4. maí 2025, USA dagsetning)
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
- Dreifing: Krónan Lindir, Flatahraun, Grandi, Selfoss, Bíldshöfði, Skeifan, Akureyri, Mosfellsbær, Akranes, Fitjar, Grafarholt, Borgartún, Vallakór og Reyðarfjörður.
Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í verslunum Krónunnar er bent á að skila henni í viðkomandi verslun gegn fullri endurgreiðslu. Viðskiptavinir sem verða mögulega fyrir óþægindum vegna þessa eru beðnir innilega afsökunar.
Mynd: kronan.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






