Frétt
Innkalla krydd vegna skordýra sem fundust í vörunni
Krónan hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað eftirfarandi matvöru vegna skordýra sem fundust í vörunni.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Bowl & Basket
- Vöruheiti: Jalapeno Everything Bagel Seasoning
- Nettómagn: 65 grömm
- Framleiðandi: Wakefern
- Innflytjandi: Krónan
- Framleiðsluland: Bandaríkin
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 5/04/2025 (4. maí 2025, USA dagsetning)
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
- Dreifing: Krónan Lindir, Flatahraun, Grandi, Selfoss, Bíldshöfði, Skeifan, Akureyri, Mosfellsbær, Akranes, Fitjar, Grafarholt, Borgartún, Vallakór og Reyðarfjörður.
Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í verslunum Krónunnar er bent á að skila henni í viðkomandi verslun gegn fullri endurgreiðslu. Viðskiptavinir sem verða mögulega fyrir óþægindum vegna þessa eru beðnir innilega afsökunar.
Mynd: kronan.is
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir8 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






