Frétt
Innkalla krydd vegna skordýra sem fundust í vörunni
Krónan hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað eftirfarandi matvöru vegna skordýra sem fundust í vörunni.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Bowl & Basket
- Vöruheiti: Jalapeno Everything Bagel Seasoning
- Nettómagn: 65 grömm
- Framleiðandi: Wakefern
- Innflytjandi: Krónan
- Framleiðsluland: Bandaríkin
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 5/04/2025 (4. maí 2025, USA dagsetning)
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
- Dreifing: Krónan Lindir, Flatahraun, Grandi, Selfoss, Bíldshöfði, Skeifan, Akureyri, Mosfellsbær, Akranes, Fitjar, Grafarholt, Borgartún, Vallakór og Reyðarfjörður.
Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í verslunum Krónunnar er bent á að skila henni í viðkomandi verslun gegn fullri endurgreiðslu. Viðskiptavinir sem verða mögulega fyrir óþægindum vegna þessa eru beðnir innilega afsökunar.
Mynd: kronan.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum