Frétt
Innkalla bjórdósir sem geta sprungið með tilheyrandi slysahættu
Ölverk hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákveðið að innkalla þorrabjórinn Sóði, bjór í 330ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vínbúðinni.
Þau sem kunna að hafa keypt vöruna er boðið að skila henni í næstu Vínbúð til að fá endurgreitt.
„Þorrabjórinn okkar hann Sóði ákvað óvænt þetta árið að halda áfram að gerjast eftir átöppun og er því yfirþrýstingur í sumum dósunum.
Yfirþrýstingurinn veldur því að Sóða dósirnar geta opnast og innihaldið sprautast út um allt með tilheyrandi.. Sóðaskap .
Við biðjum bjórunnendur afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafi valdið.“
Segir í tilkynningu frá Ölverk.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






