Frétt
Innkalla bjórdósir sem geta sprungið með tilheyrandi slysahættu
Ölverk hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákveðið að innkalla þorrabjórinn Sóði, bjór í 330ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vínbúðinni.
Þau sem kunna að hafa keypt vöruna er boðið að skila henni í næstu Vínbúð til að fá endurgreitt.
„Þorrabjórinn okkar hann Sóði ákvað óvænt þetta árið að halda áfram að gerjast eftir átöppun og er því yfirþrýstingur í sumum dósunum.
Yfirþrýstingurinn veldur því að Sóða dósirnar geta opnast og innihaldið sprautast út um allt með tilheyrandi.. Sóðaskap .
Við biðjum bjórunnendur afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafi valdið.“
Segir í tilkynningu frá Ölverk.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum