Freisting
Ingvar hefur hafið störf í mötuneyti MH
Við greindum frá á sunnudaginn síðastliðin að Ingvar hafði selt Salatbarinn og hafið störf á nýjum stað sem ekki var vitað að svo stöddu. Freisting.is hafði samband við Ingvar í morgun eftir að hafa grennslast fyrir um hvar meistarinn væri niðurkominn, en Ingvar sér um mötuneyti Menntaskólans við Hamrahlíð (MH) og líkar vel við nýja staðinn.
Aðspurður um hvað fyrsta sem hann gerði á morgnana í MH mötuneytinu; „Ég byrja á því að útbúa hafragraut fyrir alla nemendur skólans“, sagði Ingvar hress að vanda, en Ingvar kemur til með að halda áfram með veisluþjónustuna.
Sonur fyrrverandi skólastjóra Hótels og veitingaskólans er nýr eigandi Salatbarsins
Það var Benjamín Friðriksson sem keypti Salatbarinn, en Benjamín lærði fræðin sín í Svíðþjóð á veitingastaðnum Skeppsbron í Malmö.
Faðir Benjamín ætti að mörgum kunnugur en það er meistarinn Friðrik Gíslason fyrrverandi skólastjóri Hótel og veitingaskólans sem staðsettur var í Hótel Esju (Nú Hilton hótelið).
Benjamín sagði í samtali við freisting.is, að hann væri nú þegar byrjaður að breyta aðeins til og hefur komið með nýjan einkennisbúning á starfsfólkið, kominn með nýtt postulín í salatbarinn svo eitthvað sé nefnt.
Verðið hefur verið lækkað úr 1600 í 1400 og ætlar Benjamín að bæta við rétti sem ekki innihalda, msg, hveiti, sykur fyrir þá sem vilja heilsusamlegra fæði og eins verður hann með rétti fyrir þá sem sem ekki eru í þeim hugleiðingum.
Við óskum Benjamín til hamingju með staðinn og velfarnaðar á komandi árum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð