Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Iðnó iðar af lífi – úrslitakvöld World Class barþjónanna í kvöld

Birting:

þann

Iðnó iðar af lífi – úrslitakvöld World Class barþjónanna í kvöld

Allir keppendur í undanúrslitum World Class 2025

Mikið var um dýrðir í Iðnó í gær þegar World Class barþjónar settu upp pop-up bari með list og tísku sem innblástur. Húsfyllir var allan tímann og gátu gestir smakkað Johnnie Walker drykki frá hverjum og einum barþjón og gefið uppáhalds barnum sínum stig. Ingólfur Gylfason hlaut kosningu fólksins en þeir þrír sem komust áfram og keppa til úrslita í kvöld voru Dagur Jakobs frá veitingastaðnum Apótek, Hrafnkell Ingi frá Skál! og Leó Snæfeld frá kokteilbarnum Jungle.

Raðað eftir stafrófsröð

Þeir stíga á svið í Iðnó í kvöld, þriðjudaginn 13.maí, þar sem þeir glíma fyrst við óvissukörfu kl.18:30 og gera tvo kokteila úr óþekktum hráefnum. Síðan verður æsispennandi hraðakeppni uppi á sviði þar sem þeir gera 6 ólíka kokteila á 6 mínútum og útskýra fyrir áhorfendum hvað þeir eru að gera á meðan.

Einn barþjónn keppir í einu og hingað er kominn heimsþekktur barþjónn að dæma, Ástralinn Tim Philips-Johanson en hann sigraði World Class árið 2012. Matarvagn verður fyrir utan og hvetjum við fólk til að koma og upplifa stemmninguna. Sjón er sögu ríkari og eru allir velkomnir á viðburðinn og það er frítt inn.

Myndir: aðsendar

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið