Markaðurinn
Icelandic Lamb Award Of Excellence – Viðurkenning til samstarfsaðila
![Viðurkenning til samstarfsaðila - Icelandic Lamb Award Of Excellence](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/03/islenski-barinn-1024x717.jpg)
Við veitingu viðurkenninga 2017, Guðrún Veronika frá Íslenska Barnum ásamt Hafliða Halldórssyni og Dominique Plédel Jónsson.
Í mars mun dómnefnd Icelandic Lamb leggja mat á samstarfsaðila sína í veitingarekstri og veita AOE viðurkenningu til þeirra sem þykja skara fram úr. Viðurkenningin verður nú veitt í annað sinn. Afhending viðurkenninga fer fram 6. apríl næstkomandi samhliða hádegisverði og hvetjum við alla samstarfsaðila okkar að mæta á fögnuðinn.
Samstarfsaðilar geta aukið líkur sínar á að hljóta viðurkenningu fyrir 2018 með því að veita eftirfarandi atriðum athygli.
- Hafa lambakjöt áberandi á kjöthluta matseðils og að sjálfsögðu einnig að gera vel í matseldinni.
- Nota merki Icelandic Lamb á sem fjölbreyttastan hátt: Skilti upphengt á góðum og sýnilegum stað og hafa merkið á prentuðum matseðli.
- Hafa merki Icelandic Lamb á heimasíðu sinni með hlekk á www.icelandiclamb.is
- Nýta efni Icelandic Lamb á eigin samfélagsmiðlum, um 50 myndbönd eru í safni. Bæði með íslenskum og enskum texta og eru þau aðgengileg á facebook síðu Icelandic Lamb
- Nánari upplýsingar veitir Hafliði Halldórsson verkefnastjóri í síma 772 8228
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita