Markaðurinn
Icelandic Lamb Award Of Excellence – Viðurkenning til samstarfsaðila

Við veitingu viðurkenninga 2017, Guðrún Veronika frá Íslenska Barnum ásamt Hafliða Halldórssyni og Dominique Plédel Jónsson.
Í mars mun dómnefnd Icelandic Lamb leggja mat á samstarfsaðila sína í veitingarekstri og veita AOE viðurkenningu til þeirra sem þykja skara fram úr. Viðurkenningin verður nú veitt í annað sinn. Afhending viðurkenninga fer fram 6. apríl næstkomandi samhliða hádegisverði og hvetjum við alla samstarfsaðila okkar að mæta á fögnuðinn.
Samstarfsaðilar geta aukið líkur sínar á að hljóta viðurkenningu fyrir 2018 með því að veita eftirfarandi atriðum athygli.
- Hafa lambakjöt áberandi á kjöthluta matseðils og að sjálfsögðu einnig að gera vel í matseldinni.
- Nota merki Icelandic Lamb á sem fjölbreyttastan hátt: Skilti upphengt á góðum og sýnilegum stað og hafa merkið á prentuðum matseðli.
- Hafa merki Icelandic Lamb á heimasíðu sinni með hlekk á www.icelandiclamb.is
- Nýta efni Icelandic Lamb á eigin samfélagsmiðlum, um 50 myndbönd eru í safni. Bæði með íslenskum og enskum texta og eru þau aðgengileg á facebook síðu Icelandic Lamb
- Nánari upplýsingar veitir Hafliði Halldórsson verkefnastjóri í síma 772 8228
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins





