Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Í nógu er að snúast fyrir Galakvöldverðinn

Birting:

þann

Í nógu er að snúast í dag hjá Freistingamönnum og öllum þeim sem koma að Galakvöldverðinum Bleika boðsins 2006.

Galakvöldverðurinn verður haldinn með prompt og prakt annað kvöld laugardaginn 7 október í Orkuveituhúsinu.

Gestafjöldi verður 150 manns og eru fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar sem koma til með að gæða sér á kræsingunum og njóta góðra stundar.

Matseðillinn er glæsilegur að vanda og er hann eftirfarandi:

  • Fordrykkur
  • Smáréttir
  • Íslenskt grænmeti, bakað, sultað og ferskt
  • Villibráð með túnsúrusalati og íslenskum villisveppum
  • Plokkfiskur “2006” með kúfskelsfroðu
  • Lamb á þrjá vegu ásamt grilluðu haustgrænmeti
  • Ískrap, epli og hvannarrót
  • Ostur með vanillu- og kanilkrydduðum sólberjum
  • Súkkulaði Cremé brullée
  • Krækiberjasoðin pera, krækiberjaís, peru- og krækiberjapie
  • Kaffi og konfekt

Framreiðslumenn og Vínþjónar kvöldsins kom til með að bjóða upp á glæsilegan vínseðil með þessum gómsæta matseðli.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið