Freisting
Í nógu er að snúast fyrir Galakvöldverðinn
Í nógu er að snúast í dag hjá Freistingamönnum og öllum þeim sem koma að Galakvöldverðinum Bleika boðsins 2006.
Galakvöldverðurinn verður haldinn með prompt og prakt annað kvöld laugardaginn 7 október í Orkuveituhúsinu.
Mynd frá Bleika boðinu 2005
Gestafjöldi verður 150 manns og eru fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar sem koma til með að gæða sér á kræsingunum og njóta góðra stundar.
Matseðillinn er glæsilegur að vanda og er hann eftirfarandi:
-
Fordrykkur
-
Smáréttir
-
Íslenskt grænmeti, bakað, sultað og ferskt
-
Villibráð með túnsúrusalati og íslenskum villisveppum
-
Plokkfiskur 2006 með kúfskelsfroðu
-
Lamb á þrjá vegu ásamt grilluðu haustgrænmeti
-
Ískrap, epli og hvannarrót
-
Ostur með vanillu- og kanilkrydduðum sólberjum
-
Súkkulaði Cremé brullée
-
Krækiberjasoðin pera, krækiberjaís, peru- og krækiberjapie
-
Kaffi og konfekt
Framreiðslumenn og Vínþjónar kvöldsins kom til með að bjóða upp á glæsilegan vínseðil með þessum gómsæta matseðli.
Einnig er hægt að lesa nánar um Bleika boðið 2005 hér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s