Frétt
Í nógu að snúast hjá SFV
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa í nógu að snúast þessa dagana.
SFV sendi nú rétt í þessu frá sér eftirfarandi tíðindi af starfi samtakanna.
- Við höfum ítrekað reynt að fá fund með Eflingu og Sólveigu Önnu. Það hefur ekki gengið eftir þar sem hún krefst þess að við gefum út yfirlýsingu fyrst sem styður þeirra baráttu um harðari refsingu til handa þeim sem ekki ná að borga vörsluskatta og laun við gjaldþrot. Fyrst er það að segja að við teljum okkur ekki vera í þeirri stöðu að tala fyrir hönd félags sem enn er ekki formlega stofnað og hins vegar er skoðun Eflingar á skjön við fyrri samþykktir aðila vinnumarkaðarins og mun harðari.
- Við áttum fund með fulltrúa Landlæknis um breytingu á sóttvarnarlögum og sendum inn tillögur í síðustu viku. Við erum að vona að þær komist inn þegar næstu breytingar eiga sér stað. Jákvæður fundur en það eru enn allir á bremsunni.
- Við áttum fund með Áslaugu Örnu Dómsmálaráðherra sem tók okkur vel.
- Við stefnum á stofnfund SFV 17 mars. Til að svo megi verða þurfum við rýmri samkomutakmarkanir og vonandi gengur það eftir. Við munum senda út nánari tilkynningu síðar en viljum hvetja ykkur til að bjóða ykkur fram til starfa og í stjórn. Þá þurfum við að fá fleiri veitingastaði með í félagið. Við höfum séð að samstaða er algjört grunnskilyrði þess að ná athygli og til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri.
- Jóhann í Foodco sagði sig frá stjórnarstörfum nýlega og þökkum við honum kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Við auglýstum eftir nýjum aðila í undirbúningshópinn og Björn í Skúla Craft bar er mættur til leiks og við hlökkum til samstarfsins.
Í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur boðað tilslakanir á sóttvarnarreglum sendu forsvarsmenn SFV þingmönnum og ríkisstjórn áskorun í dag, sem hægt er að lesa hér.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan