Viðtöl, örfréttir & frumraun
Í kvöld opnar Fiskmarkaðurinn aftur í Aðalstrætinu – Geggjaður nýr matseðill
Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn sameinuðu krafta sína fyrir um þremur mánuðum síðan og Fiskmarkaðurinn flutti inn á Grillmarkaðinn tímabundið. Þessi sameining var t.a.m. gerð vegna ástandsins sem skapaðist af völdum kórónaveirunnar (COVID-19).
Sjá einnig:
Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið – Fiskmarkaðurinn verður að veislusal
Mikið líf er komið í veitingarbransann, tilslökun á fjöldatakmörkum á samkomum innanlands verið gerð, svo fátt eitt sé nefnt.
Fiskmarkaðurinn opnar
Nú er svo komið að því að í kvöld opnar Fiskmarkaðurinn aftur í Aðalstrætinu.
Fiskmarkaðurinn hefur byrjað með happy hour á sushi og kampavíni á milli 18 og 19, þar sem áheyrslan er gerð á léttara umhverfi og hægt er að mæta án þess að vera með tilefni og njóta samverustunda og góðs matar og drykkjar.
Fiskmarkaðurinn býður upp á geggjaðan nýjan matseðil og er tiltölulega frábrugðin en sá sem fyrir var.
Léttir og poppaðir réttir má sjá á matseðlinum sem eru virkilega girnilegir að sjá. Smakkseðillinn er sérlega spennandi kostur, en mælt er með honum sem Hrefna Sætran og Fiskmarkaðsliðið hafa sett saman fyrir gesti sína. Í stað þess að afgreiða diskana hvern fyrir sig þá hafa réttirnir verið útfærðir til þess að hægt sé að deila þeim. Þeir eru bornir á borð nokkrir saman, hver á fætur öðrum á meðan á máltíðinni stendur.
Matseðilinn er hægt að sjá hér að neðan (smellið á myndina til að stækka):
Heimasíða: www.fiskmarkadurinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað







