Viðtöl, örfréttir & frumraun
Í kvöld opnar Fiskmarkaðurinn aftur í Aðalstrætinu – Geggjaður nýr matseðill
Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn sameinuðu krafta sína fyrir um þremur mánuðum síðan og Fiskmarkaðurinn flutti inn á Grillmarkaðinn tímabundið. Þessi sameining var t.a.m. gerð vegna ástandsins sem skapaðist af völdum kórónaveirunnar (COVID-19).
Sjá einnig:
Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið – Fiskmarkaðurinn verður að veislusal
Mikið líf er komið í veitingarbransann, tilslökun á fjöldatakmörkum á samkomum innanlands verið gerð, svo fátt eitt sé nefnt.
Fiskmarkaðurinn opnar
Nú er svo komið að því að í kvöld opnar Fiskmarkaðurinn aftur í Aðalstrætinu.
Fiskmarkaðurinn hefur byrjað með happy hour á sushi og kampavíni á milli 18 og 19, þar sem áheyrslan er gerð á léttara umhverfi og hægt er að mæta án þess að vera með tilefni og njóta samverustunda og góðs matar og drykkjar.
Fiskmarkaðurinn býður upp á geggjaðan nýjan matseðil og er tiltölulega frábrugðin en sá sem fyrir var.
Léttir og poppaðir réttir má sjá á matseðlinum sem eru virkilega girnilegir að sjá. Smakkseðillinn er sérlega spennandi kostur, en mælt er með honum sem Hrefna Sætran og Fiskmarkaðsliðið hafa sett saman fyrir gesti sína. Í stað þess að afgreiða diskana hvern fyrir sig þá hafa réttirnir verið útfærðir til þess að hægt sé að deila þeim. Þeir eru bornir á borð nokkrir saman, hver á fætur öðrum á meðan á máltíðinni stendur.
Matseðilinn er hægt að sjá hér að neðan (smellið á myndina til að stækka):
Heimasíða: www.fiskmarkadurinn.is
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park







