Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hygge á Hellishólum býður upp á spennandi ferðalag fyrir bragðlaukana – Jorge Munoz: „Við tökum áhættu….“ – Vídeó
Veitingastaðurinn Hygge á Hellishólum býður upp á spennandi ferðalag fyrir bragðlaukana. Það er Jorge Munoz sem stjórnar eldhúsinu og hann er svo sannarlega óhræddur við að taka þar áhættu.
„Við tökum áhættu, við erum með rétti sem finnast ekki á mörgum stöðum á Íslandi. Við erum með hvals tataki og hrossafillé, kjúklinga tandoori með skyr raita.
Við erum alltaf að breyta einhverju og taka áhættur. Og fólk hefur verið ánægt með það og það er ástæða þess að við höldum áfram,“
segir Jorge Andreas Munzos sem er kokkur og meðeigandi á Hygge. Þátturinn Að sunnan á N4 heimsótti nýlega veitingastaðinn og ræddi þar einnig við Víðir Jónsson, framkvæmdastjóra og eiganda Hellishóla sem sagði frá því hvað er í boði á Hellishólum en þar eru m.a. tvö hótel, laxveiðiá, tjaldsvæði og golfvöllur.
Þakklátur fyrir bændurnar
„Á sumrin erum við með tónlist, það er góð stemming og allt landslagið, við erum í húsinu úr Njálssögu. Þetta er mjög skemmtileg hugmynd. Það er alveg þess virði að koma hingað, ekki bara til þess að borða. Þú getur líka farið í göngutúr, þú getur farið í útilegu eða dvalið á hótelinu.
Við fáum mjög ólíka viðskiptavini hingað á Hygge, sumt frægt fólk frá Ameríku og héðan, en fyrir okkur er það mikill heiður þegar bændurnir koma. Bændurnir sem hafa ræktað landið því þeir vita hversu mikil vinna er á bak við lambakótilettur, hesta og sveppi.
Svo fyrir okkur eru þeir mjög mikilvægir og við erum þeim mjög þakklát fyrir vinnuna sem þeir gera,“
segir Jorge.
Viðtalið við Jorge má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en þar er líka talað við maka hans Írenu Sif Kjartansdóttur og Víði Jónsson.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin