Markaðurinn
Hvernig borðar þú matinn þinn?
Fróðlegur pistill er að finna á vefnum islenskt.is sem ber heitið Borðaðu meðvitað. Það er Alma María Rögnvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur sem er höfundur.
Borðaðu meðvitað
Ætli við þekkjum það ekki flest að borða matinn okkar og muna svo varla hvernig hann var á bragðið. Það er allt of algengt að fólk borði matinn sinn of hratt, eiginlega ómeðvitað. Við flýtum okkur að borða þar sem við erum svo svöng og erum því búin að troða næsta bita upp í okkur áður en við erum búin að kyngja þeim sem fyrir var. Með því að borða svona hratt eru mun meiri líkur á því að við borðum okkur allt of södd. Við fáum okkur aftur á diskinn og finnum svo eftir máltíðina að við hefðum átt að sleppa seinni disknum.
Það tekur líkamann nokkrar mínútur að láta okkur vita að við séum í raun orðin södd og hann nær ekki að gera það þegar við borðum of hratt. Því er miklu betra að taka tíma í að borða og gefa maganum tækifæri á að láta okkur vita hvenær við erum í raun búin að fá nóg.
Hvernig borðum við meðvitað?
- Taktu þér að minnsta kosti 20 mínútur í máltíðina.
- Prófaðu að setja ekki næsta bita upp í þig fyrr en þú ert búin að kyngja þeim fyrri.
- Leggðu frá þér hnífapörin í máltíðinni og slakaðu á – maturinn fer ekkert frá þér.
- Ef þig langar í meira eftir að hafa borðað einn disk, bíddu þá í 10 mínútur og sjáðu hvernig þér líður þá. Líklega munt þú þá finna að þú ert búin(n) að fá nóg.
Með því að borða hægar nýtur þú betur matarins og meiri líkur eru á að þú borðir það magn sem nægir þér .
Heimasíða: www.islenskt.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum