Markaðurinn
Hvernig borðar þú matinn þinn?
Fróðlegur pistill er að finna á vefnum islenskt.is sem ber heitið Borðaðu meðvitað. Það er Alma María Rögnvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur sem er höfundur.
Borðaðu meðvitað
Ætli við þekkjum það ekki flest að borða matinn okkar og muna svo varla hvernig hann var á bragðið. Það er allt of algengt að fólk borði matinn sinn of hratt, eiginlega ómeðvitað. Við flýtum okkur að borða þar sem við erum svo svöng og erum því búin að troða næsta bita upp í okkur áður en við erum búin að kyngja þeim sem fyrir var. Með því að borða svona hratt eru mun meiri líkur á því að við borðum okkur allt of södd. Við fáum okkur aftur á diskinn og finnum svo eftir máltíðina að við hefðum átt að sleppa seinni disknum.
Það tekur líkamann nokkrar mínútur að láta okkur vita að við séum í raun orðin södd og hann nær ekki að gera það þegar við borðum of hratt. Því er miklu betra að taka tíma í að borða og gefa maganum tækifæri á að láta okkur vita hvenær við erum í raun búin að fá nóg.
Hvernig borðum við meðvitað?
- Taktu þér að minnsta kosti 20 mínútur í máltíðina.
- Prófaðu að setja ekki næsta bita upp í þig fyrr en þú ert búin að kyngja þeim fyrri.
- Leggðu frá þér hnífapörin í máltíðinni og slakaðu á – maturinn fer ekkert frá þér.
- Ef þig langar í meira eftir að hafa borðað einn disk, bíddu þá í 10 mínútur og sjáðu hvernig þér líður þá. Líklega munt þú þá finna að þú ert búin(n) að fá nóg.
Með því að borða hægar nýtur þú betur matarins og meiri líkur eru á að þú borðir það magn sem nægir þér .
Heimasíða: www.islenskt.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati