Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hverinn nýttur í bakaríinu
Í bakgarðinum á bakvið bakaríið Almar bakari í Hveragerði eru þrjú stór ker sem hægt er að hleypa hveragufu í. Þannig er hverabrauðið bakað á þeim bæ.
Örvar bakari stendur vaktina við hverinn hjá Almari bakara þegar útsendara Mannlega þáttarins á RÚV ber að garði. Hann setur upp stóra ofnavettlinga og tekur farg ofan af hlemmi til að sýna þáttagerðarmanni ofaní kerið.
Í miðjum gufustróknum og háfaðanum frá hvernum er hinn eiginlegi ofn. Þar má sjá ílátið með brauðinu, sem er soðið í sjóðheitri gufunni. Hægt er að sjóða brauð á sex klukkustundum en hjá Almari er brauðið sett í hver um ellefu og tekið upp klukkan fjögur að morgni.
Útkoman er soðið, dökkbrúnt rúgbrauð. Örvar bakari segir að hverabrauðið sé sívinsælt, bæði meðal ferðamanna sem Íslendinga.
Hægt er að hlusta á Mannlega þáttinn með því að smella hér.
Mynd: skjáskot af spilara á ruv.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur