Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hverinn nýttur í bakaríinu
Í bakgarðinum á bakvið bakaríið Almar bakari í Hveragerði eru þrjú stór ker sem hægt er að hleypa hveragufu í. Þannig er hverabrauðið bakað á þeim bæ.
Örvar bakari stendur vaktina við hverinn hjá Almari bakara þegar útsendara Mannlega þáttarins á RÚV ber að garði. Hann setur upp stóra ofnavettlinga og tekur farg ofan af hlemmi til að sýna þáttagerðarmanni ofaní kerið.
Í miðjum gufustróknum og háfaðanum frá hvernum er hinn eiginlegi ofn. Þar má sjá ílátið með brauðinu, sem er soðið í sjóðheitri gufunni. Hægt er að sjóða brauð á sex klukkustundum en hjá Almari er brauðið sett í hver um ellefu og tekið upp klukkan fjögur að morgni.
Útkoman er soðið, dökkbrúnt rúgbrauð. Örvar bakari segir að hverabrauðið sé sívinsælt, bæði meðal ferðamanna sem Íslendinga.
Hægt er að hlusta á Mannlega þáttinn með því að smella hér.
Mynd: skjáskot af spilara á ruv.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni