Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hverinn nýttur í bakaríinu
Í bakgarðinum á bakvið bakaríið Almar bakari í Hveragerði eru þrjú stór ker sem hægt er að hleypa hveragufu í. Þannig er hverabrauðið bakað á þeim bæ.
Örvar bakari stendur vaktina við hverinn hjá Almari bakara þegar útsendara Mannlega þáttarins á RÚV ber að garði. Hann setur upp stóra ofnavettlinga og tekur farg ofan af hlemmi til að sýna þáttagerðarmanni ofaní kerið.
Í miðjum gufustróknum og háfaðanum frá hvernum er hinn eiginlegi ofn. Þar má sjá ílátið með brauðinu, sem er soðið í sjóðheitri gufunni. Hægt er að sjóða brauð á sex klukkustundum en hjá Almari er brauðið sett í hver um ellefu og tekið upp klukkan fjögur að morgni.
Útkoman er soðið, dökkbrúnt rúgbrauð. Örvar bakari segir að hverabrauðið sé sívinsælt, bæði meðal ferðamanna sem Íslendinga.
Hægt er að hlusta á Mannlega þáttinn með því að smella hér.
Mynd: skjáskot af spilara á ruv.is
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn






