Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hverinn nýttur í bakaríinu
Í bakgarðinum á bakvið bakaríið Almar bakari í Hveragerði eru þrjú stór ker sem hægt er að hleypa hveragufu í. Þannig er hverabrauðið bakað á þeim bæ.
Örvar bakari stendur vaktina við hverinn hjá Almari bakara þegar útsendara Mannlega þáttarins á RÚV ber að garði. Hann setur upp stóra ofnavettlinga og tekur farg ofan af hlemmi til að sýna þáttagerðarmanni ofaní kerið.
Í miðjum gufustróknum og háfaðanum frá hvernum er hinn eiginlegi ofn. Þar má sjá ílátið með brauðinu, sem er soðið í sjóðheitri gufunni. Hægt er að sjóða brauð á sex klukkustundum en hjá Almari er brauðið sett í hver um ellefu og tekið upp klukkan fjögur að morgni.
Útkoman er soðið, dökkbrúnt rúgbrauð. Örvar bakari segir að hverabrauðið sé sívinsælt, bæði meðal ferðamanna sem Íslendinga.
Hægt er að hlusta á Mannlega þáttinn með því að smella hér.
Mynd: skjáskot af spilara á ruv.is
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi