Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? Tryggvi: „…bjóst við að hann væri vanur gullhúðuðum strútseggjum í Hollywood“

Birting:

þann

Tryggvi Þór Traustason

Tryggvi Þór Traustason

Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.

Rafn Svansson skoraði á Tryggva að taka við keflinu og eru hér svörin hans.

Fullt nafn?
Tryggvi Þór Traustason

Fæðingardagur og ár?
3. júlí 1992

Áhugamál:
Ég er mikill bíómaður.

Maki og Börn?
Kærasta og barnlaus.

Hvar lærðir þú?
Strikinu Akureyri sem matreiðslumaður.

Starf:
Sous chef á Kopar Restaurant.

Hver er uppáhalds íslenski veitingastaðurinn þinn?
Fiskfélagið.

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Ég man blessunarlega ekki eftir einhverjum risastórum mistökum en komandi frá Akureyri þá hef ég sprengt ótal sinnum í bearnaise sem hefur splittað á ögurstundu, það er alltaf mikill skellur.

Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Paul Bettany, hann var fyrsta major celebið sem ég hafði eldað fyrir. Ég var starstruck og var handviss um að allt myndi verða ómögulegt þar sem ég bjóst við að hann væri vanur gullhúðuðum strútseggjum í Hollywood en komst fljótt að því að hann er maður sem finnst fiskur góður alveg eins og okkur hinum, ótrúlegt en satt.

Á hvaða veitingastað/skyndibitastað ferðu á eftir vakt?
Ég kaupi mér mjög sjaldan mat eftir vakt, ég fer hinsvegar heim og skelli brauði í ristavélina og set á það þvertommuþykkt lag af smjöri, spægipylsu og osti. Ef svo ólíklega vill til að ég grípi eitthvað með mér þá er það Dominos Extra – pönnu.

Þú ert á skítafloti og þjónninn kemur með pöntun upp á naut með bearnaise(sem þú ert ekki með á seðli) og spyr þig; Ertu til í að redda þessu?, hvað segir þú?
Eins og kom fyrr fram þá er ég Akureyringur og búinn að henda í hundruð þúsund lítra af benna og jafnaðargeðið mitt er yfirleitt mjög gott. Ég reikna með að ég myndi reyna mitt allra besta að koma til móts við hann og segja: „Bara lamb og béarnaise á kvikindið, besta sem ég get get“ og svitna svo við að sprengja í bennann.

Hver er erfiðasti réttur sem þú hefur eldað:
Fyrsta skiptið þegar mér var treyst fyrir að elda humar og nautalund alveg sjálfur árið 2010 var kannski ekki erfitt en ég man mest eftir því. Ég var ótrúlega stressaður fyrir því en það var michelin bragur á þessu hjá mér þegar ég var búinn vil ég meina.

Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús:
Fá lamb í síðasta aðalrétt eftir að manneskjan var búin að vera með yfirlýsingar að vera hörð vegan alla hina réttina, hvað er málið með það?!

Ef þú mættir bjóða einhverjum fjórum aðilum í mat hverjir væru það og hvað myndir þú elda?
Björn Jörundur, Marco Pierre White, Howard Stern og Paula Deen. Ég myndi henda í grjótharða kjötsúpu fyrir þau. Ég held að þetta væri skemmtilegasta súpuboð sem kostur væri á.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Fiskidagurinn 2011, ég hef aldrei tekið jafnmarga gesti á einum degi eins og þá. Skítaflot frá tólf til miðnættis og eftir vakt þurfti ég bara vatnsglas og knús.

Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Þráðlausi töfrasprotinn og vitamix blenderinn kemur sterkur á eftir.

Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Bankamaður með margar milljónir á mánuði og rándýran, vafasaman ávana.

Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Barði Páll á RVK Meat, hressasti cheffinn í bransanum.

Fleiri pistlar hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið