Vertu memm

Bragi Þór Hansson

Hver er maðurinn? „Þurftum að sannfæra einn gestinn um að karfinn væri karfi…“

Birting:

þann

Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson

Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson ásamt nýjasta erfingjanum

Rúnar Gíslason skoraði á Baldur og tók hann við áskoruninni og hérna koma svörin hans.

Fullt Nafn?
Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson

Fæðingardagur og ár?
19. nóvember 1980

Áhugamál?
Matreiðsla, Brazilian Jiu-Jitsu svo er maður eitthvað að rembast við að byrja í fluguveiði.

Maki og börn?
Maki: Aldís Tryggvadóttir Börn: Ronja Baldursdóttir, Styrmir Baldursson og svo einn sem er 7 vikna og óskírður.

Starf og vinnustaður?
Yfirkokkur á Roadhouse.

Hvert er þitt uppáhalds hráefni?
Núna er það smjör, kartöflur og sítróna.

Átt þú þér einhvern Signature dish?
Nei.

Hvaða tæki er mest notað í þínu eldhúsi?
Ofninn sem meðal annars reykir rifin okkar á Roadhouse og heimafyrir er það pelahitarinn 🙂

Hver er vinsælasti réttur sem þú hefur verið með á seðli?
Sjávarétta súpa sem ég lærði að gera hjá Ragga ómars og hvar sem ég hef notað hana slær hún alltaf í gegn.

Hvar vilt þú vera eftir 10 ár?
Með Aldísi og börnunum skellihlægjandi einhver staðar á ferðalagi innanlands.

Hver er skrítnasta eftirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús?
Var reyndar ekki eftirspurn en í eitt skipti þegar ég var búsettur í danmörku og var að vinna þar á Admiral hotel þá þurftum við að sannfæra einn gestinn um að karfinn sem hann pantaði væri karfi.  Það var spes (kúninn hefur alltaf rétt fyrir sér???). Hann fór ánægður heim.

Ef þú mættir klæða þig eins og þú vildir í eldhúsinu í hverju værir þú?
Mér líður alltaf best í stutterma hvítum kokkajakka, svörtum buxum og þægilegum skóm.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
c.a. 19 tímar, það var þegar ég var að vinna á Hótel Holti og Gunnar Davíð Chan sem var vaktstjóri þá, fékk þá frábæru hugmynd að þrífa bæði eldhúsin frá toppi til táar eftir sunnudags vaktina, en mig minnir að við vorum að klára um 4 leitið, en skemmtum okkur samt konunglega.

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Þegar ég var að fara með gastro vagn inn á kælir með með nýbökuðum marzipankökum fyrir partí daginn eftir og í staðinn fyrir að draga hann ýtti ég honum á undan mér og ég fór á kannt og allt í gólfið. Þetta var í enda vaktarinnar, ég fór ekki snemma heim það kvöldið.

Auglýsingapláss

Hvaða hnífategund er best að þínu mati?
Hef ekki prófað þær margar en ég hef notað lengi masahiro og líkað vel.

Hver er maðurinn í næstu viku?
Æskufélagi og matreiðslumeistarinn Hafþór Sveinsson.

 

/Bragi

twitter og instagram icon

 

Bragi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Bragi hefur starfað meðal annars á Radisson Blu 1919 hótel, Brasserie Blanc í Englandi. Hægt er að hafa samband við Braga á netfangið [email protected] .... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið