Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? – Kolbrún Hólm: „Ég varð íslandsmeistari á gólfi í fimleikum í 10 bekk“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Vilhjálmur skoraði á Kolbrúnu að taka við keflinu og eru hér svörin hennar.
Fullt nafn:
Kolbrún Hólm Þórleifsdóttir
Fæðingardagur og ár:
5. nóvember. 1986
Áhugamál?
Elska að ferðast og borða góðan mat.
Hvar lærðir þú?
Byrjaði að læra á Silfur Hótel borg 2009 og var til 2011, flutti þá austur og kláraði samninginn minn á Gistihúsinu á Egilsstöðum.
Núverandi starf?
Ég vinn á Hótel Deplum í fljótum Skagafirði.
Hvert er uppáhalds hráefnið þitt?
Það er ekki eitthvað eitt, mjög margt sem kemur til greina en uppáhalds tíminn er haustið, íslenska villibráðin, sveppirnir og berin.
Segðu okkur eitthvað sem enginn annar veit um þig?
Ég varð íslandsmeistari á gólfi í fimleikum í 10 bekk!
Hverjir eru helstu veikleikar þínir í starfinu?
Ég er svakalega óþolinmóð, þarf allt helst að gerast í fyrradag.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Þegar átrúnaðargoðið mitt fékk hár frá mér í matinn sinn, ég var lengi að ná mér eftir það.
Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Ég vildi gæti sagt ykkur það, EN ég er bundin þagnaskyldu.
Hvaða skyndibitastaður er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Ég er bara ekki mikið fyrir skyndibita, en þegar ég hef fengið mér kannski aaðeins of mörg rauðvínsglös er ég ekkert að hata að detta á Hlölla.
Hver er skrítnasta ósk sem þú hefur fengið inní eldhús?
Það er allt hætt að koma mér á óvart, það er bara ekkert skrítið í dag.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Var einu sinni í 18 tíma, þá voru gestir sem vildu fá allt af matseðlinum sinnum 3, pakkað í álbox til að taka með sér í einkaflugvélina. Þetta var samt ekki á Deplum…
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Alveg klárlega uppþvottarvélin.
Besti matur sem þú hefur smakkað?
Erfitt að segja, uppáhaldið mitt þessa stundina er Norðaustur Sushi á Seyðisfirði, alveg heimsklassa sushi þar.
Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Væri alveg til í að vera leiðsögumaður eða farastjóri.. einhversstaðar í útlöndum.
Hefur þú tekið þátt í fagkeppnum?
Ég fór alveg út fyrir kassann á þessu ári og keppti í fyrsta skipti á ævinni í matreiðslukeppni, 7 árum eftir útskrift. Komst í top 5 í kokkur ársins… helvíti gott bara!
Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Ég alveg elskaði að horfa á Sigga Hall í æsku, það er kannski ástæðan fyrir því að ég elska rauðvín svona mikið 😉 Svo hefur hann komið food and fun svo vel áfram og er alveg klikkað gaman að fara og sjá alla þessa geggjuðu kokka koma og elda úr íslenska hráefninu.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Sævar Karl Kristinsson, af því að hann gerði svoo mikið grín af mér að vera utan af landi, en núna er hann konungur landsbyggðarinnar!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður