Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Guðlaugur Már: „Ofnæmi fyrir grænum lit fær mig alltaf til að brosa“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Tómas Beck skoraði á Guðlaug að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn:
Guðlaugur Már Ingibjörnsson
Fæðingardagur og ár:
16 júlí 1993
Áhugamál:
Hef mikinn áhuga á veiði þótt ég nái ekki að sinna því eins og ég myndi vilja. Annars kemur göngutúr á ströndinni og vínglas undir kertaljósi ofarlega í huga.
Hvar lærðir þú?
Var helminginn af matreiðslunáminu á hótel Geysi í Haukadal og hinn helminginn á VOX restaurant.
Starf:
Matreiðslumaður, þjónn, glasabarn, uppvaskari, þrifa dama og eigandi á Mat bar Reykjavík.
Hver er uppáhalds íslenski veitingastaðurinn þinn?
Margir að gera skemmtilega hluti akkúrat núna. Held ég verði samt að velja Domino’s.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Reyna að grípa hnífinn þegar hann datt í gólfið. 12 spor.
Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Myndi líklega vera René Redzepi eða Alain Passard
Þú ert á skítafloti og þjónninn kemur með pöntun upp á naut með bearnaise(sem þú ert ekki með á seðli) og spyr þig; Ertu til í að redda þessu?, hvað segir þú?
Mjög einfaldlega nei. Ef það er vesen fyrir viðskiptavininn þá fer ég og ræði við hann og við finnum út hvernig hægt er að koma til móts við hann.
Hver er skrítnasta athugasemd sem þú hefur fengið inní eldhús?
Ofnæmi fyrir grænum lit fær mig alltaf til að brosa.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
16-19 tímar, 5 daga vikunnar, var ekkert sérstakt að gerast, voru frekar eðlilegar vaktir en því sem gengur og gerist á Íslandi.
Hefur þú gert nýtískulegan rétt úr Þorramat og hvað var það og hvert var tilefnið?
Hef ekki gert neitt sem myndi flokkast sem Þorramatur. En hef leikið mèr mikið með gerjun seinustu ár.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Sigurþór Jóhannsson (Surri á Skál), því hann er meistari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025