Vertu memm

Uncategorized

Hvatningaverðlaun Vínþjónasamtakanna

Birting:

þann

Vínþjónasamtökin hafa í annað skipti afhent Hvatningaverðlaun til aðila sem hefur „stuðlað að vínmenningu á landinu með því að bjóða víni á aðgengilegu verði“. Í fyrra hlaut Fríhöfnin þau verðlaun en í ár er það Arnar Bjarnason, sem rekur eins manns fyrirtæki Vín og Matur www.vinogmatur.is

Hér er hlutur af ræðunni sem rökstuddi valið:
“ Á tíma þennslunnar sótti hann nýja framleiðendur heim og valdi vandlega nokkra þeirra sem höfðu öðlast frægð á heimsmarkaðnum (eða ekki) en voru líka sérstakir persónuleikar sem mynduðu persónutengsl. Hann stækkaði sjóndeildarhringinn, sinn og annarra, að miklu leyti af hugsjón. Hann hélt okkur við efni og kynnti fyrir okkur vínbændum sem eiga ekki erindi í heimsvæðingu og eru lífandi tákn síns héraðs. Hann minnir okkur stöðugt á að hafa gæði að leiðarljósi en ekki gefa eftir í auðvelda sjónarmiðið “þetta er svo vinsælt”, hann minnir okkur á að gera kröfur.

Hann vinnur einn og er flokkaður sem “eins manns birgi”, en hann nær þó að halda uppi fróðlegri kröftugri heimasíðu, markvissu fréttabréfi þar sem skín hans kimnigáfa, hann slakar ekki á gæðum og lætur ekki ginnast af massaframleiðslu vínheimsins.

Hann á skilið að fá alla hvatningu sem hægt er að veita til að halda áfram á þeirri braut og það sérstaklega á erfiðum tímum því við þurfum öll að fá smá hlutdeild í hans hugsjón og jákvæðni.

Hann heitir Arnar Bjarnason og þekktur sem Arnar í Vín og Mat.“

Dominique.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið