Markaðurinn
Húsafell – Yfirmatreiðslumeistari
Húsfell Resort leitar að öflugum og reyndum matreiðslumeistara til að stýra eldhúsinu á Hótel Húsafelli. Veitingarekstur hótelsins samanstendur af veitingastað hótelsins, Húsafell Bistro og verslun hótelsins. Starfsstöð er á Húsfelli.
Starfssvið
- Dagleg stýring eldhússins.
- Þjálfun matreiðslunema samkvæmt námsskrá.
- Innkaup, pantanir og hráefnisnýting.
- Þróun á matseðlum.
- Starfsmannahald, þjálfun og ráðningar.
- Utanumhald og skipulag vakta.
Hæfniskröfur
- Meistararéttindi í matreiðslu skilyrði.
- Reynsla af veitingageiranum.
- Geta til þess að leiða hóp.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Framúrskarandi skipulagshæfni.
Undir Húsafell Resort heyrir Hótel Húsafell ehf. og Húsafell Giljaböð ehf. sem rekur afþreyingarmiðstöð, tjaldsvæði, sundlaug, náttúruböð, verslun og veitingarekstur. Á síðustu árum hefur verið fjárfest í uppbyggingu svæðisins og mun sú uppbygging halda áfram.
Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí næstkomandi.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason ([email protected]) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir ([email protected]).
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði