Markaðurinn
Húsafell – Yfirmatreiðslumeistari
Húsfell Resort leitar að öflugum og reyndum matreiðslumeistara til að stýra eldhúsinu á Hótel Húsafelli. Veitingarekstur hótelsins samanstendur af veitingastað hótelsins, Húsafell Bistro og verslun hótelsins. Starfsstöð er á Húsfelli.
Starfssvið
- Dagleg stýring eldhússins.
- Þjálfun matreiðslunema samkvæmt námsskrá.
- Innkaup, pantanir og hráefnisnýting.
- Þróun á matseðlum.
- Starfsmannahald, þjálfun og ráðningar.
- Utanumhald og skipulag vakta.
Hæfniskröfur
- Meistararéttindi í matreiðslu skilyrði.
- Reynsla af veitingageiranum.
- Geta til þess að leiða hóp.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Framúrskarandi skipulagshæfni.
Undir Húsafell Resort heyrir Hótel Húsafell ehf. og Húsafell Giljaböð ehf. sem rekur afþreyingarmiðstöð, tjaldsvæði, sundlaug, náttúruböð, verslun og veitingarekstur. Á síðustu árum hefur verið fjárfest í uppbyggingu svæðisins og mun sú uppbygging halda áfram.
Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí næstkomandi.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason ([email protected]) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir ([email protected]).
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin