Markaðurinn
Húsafell – Yfirmatreiðslumeistari
Húsfell Resort leitar að öflugum og reyndum matreiðslumeistara til að stýra eldhúsinu á Hótel Húsafelli. Veitingarekstur hótelsins samanstendur af veitingastað hótelsins, Húsafell Bistro og verslun hótelsins. Starfsstöð er á Húsfelli.
Starfssvið
- Dagleg stýring eldhússins.
- Þjálfun matreiðslunema samkvæmt námsskrá.
- Innkaup, pantanir og hráefnisnýting.
- Þróun á matseðlum.
- Starfsmannahald, þjálfun og ráðningar.
- Utanumhald og skipulag vakta.
Hæfniskröfur
- Meistararéttindi í matreiðslu skilyrði.
- Reynsla af veitingageiranum.
- Geta til þess að leiða hóp.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Framúrskarandi skipulagshæfni.
Undir Húsafell Resort heyrir Hótel Húsafell ehf. og Húsafell Giljaböð ehf. sem rekur afþreyingarmiðstöð, tjaldsvæði, sundlaug, náttúruböð, verslun og veitingarekstur. Á síðustu árum hefur verið fjárfest í uppbyggingu svæðisins og mun sú uppbygging halda áfram.
Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí næstkomandi.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason ([email protected]) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir ([email protected]).
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






