Uppskriftir
Hunangsgljáð grásleppa
Hráefni
2 flök af grásleppu
1 gulrót
6 stk. sveppir
1/2 meðalstór laukur
2 hvítlauksrif, smátt skorinn
1 tsk fersk engiferrót, smátt söxuð
2 msk hunang
1/2 dl hvítvín eða mysa
1/2 dl fisksoð
1/2 tsk karrý
1 dl olía
1/2 dl sojasósa
Aðerð
Hreinsið grásleppuna og skerið í strimla. Veltið upp úr hveiti og setjið á pönnu með olíu. Setjið grænmeti í strimlum út í og kryddið með karrý og hunangi.
Bætið engifer og hvítlauki út í þegar búið er að snúa fiskinum.
Hellið hvítvíni, fisksoði og sojasósu út í og látið sjóða smástund.
Höfundur er Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð