Uppskriftir
Hunangsbakaður lambahryggur
Fyrir 4-5.
Hráefni:
Lambahryggur ca. l.800-2kg.
U.þ.b. 6 matsk. hunang (þunnt).
Salt og sítrónupipar.
Hvítlauksduft.
5 dl. vatn.
Maizena sósujafnari (brúnn).
Aðferð:
Hryggvöðvinn með rifbeinunum er klofinn eftir endilöngu frá hryggnum. Mesta fitulagið er fjarlægt frá rifbeinunum. Þá er lengjan skorin í ca. 200 gr. bita, kryddað (sjá uppskrift) og brúnað á vel heitri pönnu í ca. 2 mín. á hvorri hlið.
Bitunum er síðan raðað í ofnskúffu og hunanginu smurt á kjötið. Ofninn er hitaður í 250 gráður og kjötið bakað í 10-15 mín. 5 dl. af vatni er bætt í ofnskúffuna þegar helmingur af bökunartímanum er liðinn.
Safinn er síðan sigtaður í pott, bragðbættur ef með þarf (með kjötkrafti) og jafnaður með brúnum Maizena sósujafnara, sósan á að vera frekar þunn.
Hryggbeinið má einnig brúna og steikja með í ofnskúffunni til þess að fá sósuna bragðsterkari.
Þessi réttur er borinn fram með snöggsoðnu grænmeti, bökuðum jarðeplum og soðsósu.
![Eiríkur Ingi Friðgeirsson](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2007/02/eirikur_ingi_holtid110p.jpg)
Eiríkur Ingi Friðgeirsson
Höfundur er: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari
Mynd af lambahrygg: búnaðarblaðið Freyr – 5. tölublað, 1. mars 1989
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni3 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Keppni2 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín