Uppskriftir
Hunangsbakaður lambahryggur
Fyrir 4-5.
Hráefni:
Lambahryggur ca. l.800-2kg.
U.þ.b. 6 matsk. hunang (þunnt).
Salt og sítrónupipar.
Hvítlauksduft.
5 dl. vatn.
Maizena sósujafnari (brúnn).
Aðferð:
Hryggvöðvinn með rifbeinunum er klofinn eftir endilöngu frá hryggnum. Mesta fitulagið er fjarlægt frá rifbeinunum. Þá er lengjan skorin í ca. 200 gr. bita, kryddað (sjá uppskrift) og brúnað á vel heitri pönnu í ca. 2 mín. á hvorri hlið.
Bitunum er síðan raðað í ofnskúffu og hunanginu smurt á kjötið. Ofninn er hitaður í 250 gráður og kjötið bakað í 10-15 mín. 5 dl. af vatni er bætt í ofnskúffuna þegar helmingur af bökunartímanum er liðinn.
Safinn er síðan sigtaður í pott, bragðbættur ef með þarf (með kjötkrafti) og jafnaður með brúnum Maizena sósujafnara, sósan á að vera frekar þunn.
Hryggbeinið má einnig brúna og steikja með í ofnskúffunni til þess að fá sósuna bragðsterkari.
Þessi réttur er borinn fram með snöggsoðnu grænmeti, bökuðum jarðeplum og soðsósu.

Eiríkur Ingi Friðgeirsson
Höfundur er: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari
Mynd af lambahrygg: búnaðarblaðið Freyr – 5. tölublað, 1. mars 1989

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata