Frétt
Hugur í norðlenskri ferðaþjónustu
Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi eru telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst.
Könnunin er svipuð þeirri sem var gerð á vormánuðum, en tilgangurinn var að sjá hvort eitthvað hefði breyst hjá fyrirtækjunum síðan þá.
Sjá einnig:
Telja fyrirtækin komast í gegnum ástandið – 89% veitingastaða ætla að vera með opið í ár
Heilt yfir eru niðurstöðurnar svipaðar, en þó hefur orðið sú breyting að helmingi fleiri eru nú að nýta hlutabótaleið stjórnvalda. Engu að síður er tæplega helmingur fyrirtæki ekki að nýta úrræði stjórnvalda og meirihluti sagði ástæðan vera þá að úrræði stjórnvalda henti þeim ekki.
Sem fyrr segir er þó hugur í forsvarsmönnum hjá meirihluta fyrirtækja, því samtals sögðu 76% aðspurðra að það væri líklegt eða mjög líklegt að fyrirtæki þeirra myndi lifa af það ástand sem hefur skapast vegna Covid-19. Þó hefur þeim fjölgað sem segjast óvissir um hvort fyrirtækið verði opið næstu 12 mánuði, en það fór úr 8% í 18%.
„Niðurstöðurnar eru jákvæðar eins og í vor og ánægjulegt að sjá bjartsýnina sem er ríkjandi. Það er þó umhugsunarefni sem þarf að skoða nánar hversu stór hluti getur ekki nýtt sér úrræði stjórnvalda og má velta því fyrir sér hvort það er smæð fyrirtækja, árstíðarsveiflan eða aðrar ástæður fyrir því,“
segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Smelltu hér til að skoða samantekt á niðurstöðum könnunarinnar.
Mynd: úr pdf-skjali
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






