Uppskriftir
Hrognakæfa
Hrognakæfa
500 g þorskhrogn
2 msk. bráðið smjör
2 egg
2 msk. kartöflumjöl
salt, paprika
graslaukur eöa blaðlaukur
Aðferð:
Byrjið á því að sjóða hrognin í saltvatni. Færið þau upp úr pottinum og láti þau kólna. Losið svo hrognin úr pokanum sem heldur þeim saman og fjarlægið æðar og himnur. Hrærið svo fínt saxaðan graslauk eða blaðlauk saman við hrognin ásamt smjörinu. Kryddið hræruna með paprikudufti og örlitlu af salti ef með þarf. Hellið svo hrærunni í eldfast fat sem áður hefur verið smurt að innan.
Stingið fatinu eða mótinu inn í 175° heitan ofn og bakið hrognakæfuna í 45 mín.
Látið kæfuna kólna og þar með er þessi réttur tilbúinn.
Sósa
Ef hrognakæfan er höfð sem forréttur þá má búa til góða sósu úr sýrðum rjóma.
Það sem þarf er:
1 box sýrður rjómi
l msk. sítrónusafi
4 msk. sýrðar agúrkur, fínt saxaðar
hvítur pipar, nokkur korn
Aðferð:
Þessu er öllu blandað saman.
Uppskrift þessi var birt í Dagblaðinu 28. janúar 1984
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir