Freisting
Hringnum lokað
Já kæru félagar, nú er ferðinni heitið til Slóvakíu, nánar til höfuðborgarinnar sjálfrar Bratislava. Ferðamáti er hefðbundinn og ferðatími um 5 tímar hvora leið. Gott ferðaveður og sást jafnvel til sólar í Bratislava.
Er komið var á áfangastað var minn maður orðinn svangur, hoppaði upp í sporvagn og stuttu síðar blasir við mér Crowne Plaza hótelið og ákvað ég að prófa næst efsta stigið í Holiday Inn keðjunni og fá mér lunch á Crowne Plaza á veitingastað sem heitir Magd a Lena. ( www.crowneplaza.sk ).
Fékk ég mér gæsalifrarmousse í forrétt og Slovak dumplinss í aðalrétt, en það er hveitibollur soðnar í sósu af geitaosti og er þetta þjóðarréttur þeirra, það sem kom fyrst upp í huga minn var maccaroni cheese eins og við þekkjum úr Amerískri eldamennsku og þegar ég færði það í tal við Stefan, en hann er hálfur Slóvaki sagði hann mér að þeir notuðu líka maccarónur og þá meira til hátíðabrigða. Smakkaðist þetta ágætlega, en skammturinn var of stór, en það virðist vera lenska á þessu svæði.
Síðan var tekinn rúntur um borgina og skoðuð frá öllum hliðum, meira segja úr lofti, úr turninum sem er yfir brúnni á Dóná ( www.u-f-o.sk ) eða ( www.great-towers.com ) og er virkilega skemmtilegur sjónpunktur úr turninum, en borgin er þekkt sem Beauty on the Danube og voru meðlimir Boheim aðalsins tíðir gestir í Bratislava svo sem Albert Einstein, Frans Kafka og Kare Capek. Ákvað ég að snæða kvöldverð í helsta vígi þeirra í Bratislava en það er RadissonSAS Carlton Hotel ( www.radissonsas.com/bratislava ) sem er í einni af þekktustu byggingum borgarinnar The Carlton-Savoy þar sem hótelrekstur hefur verið frá árinu 1837. Veitingastaðurinn heitir Brasserie Opera, vegna þess að í næsta húsi er Óperan.
Fékk mér léttan dinner þar sem 5 tíma rútuferð var fyrir höndum, en það sem ég fékk mér bragaðist alveg prýðilega og hélt ég til baka bara sáttur með daginn og nóta bene búinn að loka hringnum, það er að segja búinn að ferðast til allra þeirra landa sem eiga landamæri að Tékklandi, en það eru Þýskaland, Austurríki, Slóvakía og Pólland.
Á leiðinni til baka þegar við fórum yfir landamærin blasti við manni sá stærsti floti flutningabíla sem biðu afgreiðslu og þori ég að slá því föstu að þarna var meira af flutningabílum heldur en á öllu Íslandi og hugsaðu þér Eiki ef hverjum væri seldur 1 hamborgari, þá væri hægt eftir 4-5 ár að vera með tærnar upp í loft það sem eftir væri. Þegar ég fór að segja Slóvökunum sem vinna á Reykjavík að ég hefði borðað kvöldmat á Carlton kvöldið áður var eins og ég hefði gefið þeim á kjaftinn, þannig voru viðbrögðin og spurt: „Á Carlton í Bratislava?“, já sagði ég, það er flottasta hótelið í Slóvakíu og var eins og ég hefði komið við taug í þeim.
Þórir var oft búinn að segja mér að fara á besta veitingastaðinn í Prag, en ég fór alltaf eitthvað annað og var það gert með ráðum hug þó svo að ég segði engum frá því, því segir ekki hugtakið save the best for last og það var eimitt sem ég gerði og þessi staður heitir Allegro, Miðjarðarhafs eldhús og er á Four Seasons hótelinu í Prag ( www.fourseasons.com ) og stóðu þeir fyllilega undir öllum þeim væntingum sem ég hafði gert upp í huga mínum og var punkturinn yfir I-ð á veru minni í landi Boheima. En nú verð ég að fara að hætta þessu því ég þarf að fara niður í bæ og kaupa mér montprik áður en ég fer heim svo ég geti verið eins og Boheim sæmir þegar til Íslands er komið.
Kveðja Palli æ fyrigefið Sverrir
Greint frá á heimasíðu KM
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina