Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hringdi drukkin á miðnætti í Ólaf til að sækja um vinnu
Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður vinnur nú hörðum höndum að opna K-bar sem er nýr veitingastaður á laugavegi 74, en Ólafur auglýsti eftir matreiðslumönnum, bæði faglærða og ófaglærða aðstoðarmenn á smáauglýsingavefnum.
Ólafur fékk furðulega símhringingu vegna auglýsingarinnar í gærkvöldi og skrifar færslu á facebook í morgun og birtum við hana hér með góðfúslegu leyfi Ólafs:
Kl 23:58 í gærkvöldi hringdi síminn minn og í honum var kona sem hafði séð auglýsingu á freisting.is um að ég væri að leita að matreiðslumanni. Hún var greinilega búin að fá sér dáldið vel, en skildi ekkert í því hvað ég var dónalegur að minnast á að það væri sennilega ekki vænlegt til árangurs að hringja drukkin um miðnætti til að sækja um vinnu.
Sagði að það væri nú bara þannig að hún væri nú yfirleitt að vinna til miðnættis og að hún hefði fengið sér tvo bjóra, hvort það væri eitthvað að því?!
Ég hló, skellti á og er ennþá að leita að matreiðslumanni/Konu.
Smellið hér til að skoða smáauglýsingavefinn.
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit