Freisting
Hreindýrahamborgarar slá í gegn
Hreindýraborgarar er nýjasta nýtt í veitingahúsabransanum en þeir eru eingöngu seldir í Búllunni á Egilsstöðum. „Hreindýraborgararnir eru alveg að slá í gegn.
Við erum komin með stóran kúnnahóp sem elskar að fá sér hreindýraborgara,“ segir Jóhanna Ingimarsdóttir, sem rekur Búlluna á Egilsstöðum ásamt manni sínum Marínó Flóvent. „Við fórum á matarsýninguna 2006 í byrjun árs og sáum að Kjötvinnsla Húsavíkur var að kynna hreindýrahamborgara. Í kjölfarið fórum við að bjóða upp á þá hér.“
Hreindýraborgararnir eru ekki ósvipaðir venjulegum hamborgurum. Þeir eru bornir fram í brauði en með piparsósu, lauki, lollo rosso-salati og tveimur tegundum af osti.
Herlegheitin eru borin fram með frönskum og kostar skammturinn 1.290 krónur. „Fólki finnst þetta ekki dýrt enda er kjötið mun dýrara en í venjulegum borgara. Ef þú kaupir þér til dæmis hreindýrasteik á veitingastað kostar hún um fimm þúsund krónur.“
Jóhanna er ekki alls ókunn veitinahúsarekstri en hún hefur unnið meira og minna fyrir Tomma í Búllunni í 25 ár.
„Ég byrjaði fyrst að vinna fyrir hann þegar hann opnaði Tommaborgara í Reykjavík, svo vann ég meðal annars hjá honum á Hard Rock. Hann hefur skólað mig vel til,“ segir Jóhanna, sem nú leigir Búllunafnið af Tomma. „Við hjónin erum tæplega fimmtug en ákváðum að rífa okkur upp og flytja hingað austur fyrir tæpum tveimur árum. Það hefur verið brjálað að gera, enda allir í blíðunni fyrir austan.“
Greint frá á visir.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi