Markaðurinn
Hótelsýning Bako Ísberg verður haldin 30. og 31. mars næstkomandi
Bako Ísberg heldur stórglæsilega hótelsýningu 30. og 31. mars næstkomandi í húsakynnum fyrirtækisins Höfðabakka 9.
Á sýningunni verður allt það nýjasta kynnt fyrir hótel, veitingastaði hótela, hótel bari sem og gistiheimili og útleiguíbúðir.
Bako Ísberg býður upp á mikið úrval af hótelvörum bæði fyrir hótelherbergi, morgunverðahlaðborð, eldhús og veitingastaði allt frá töskurekkum og hárblásurum upp í gufusteikingarofna og innréttingar
Bako Ísberg hefur sinnt stóreldhúsum, veitingastöðum og börum um árabil og hefur umboð fyrir mörg af vinsælustu vörumerkjum landsins á borð við Rational gufusteikingarofna, Steelite borðbúnað, Villeroy & Boch, Zwiesel, WMF, La Sommeliere, Pintinox, Arcos, Tamahagane, Bar Professional svo fátt eitt sé nefnt.
Á sýningunni verða léttar veitingar og vínkynningar frá Innnes, Vínnes, Globus, Reykjavik Brewery og Himbrimi. Fredrik frá Rational verður á staðnum og fer yfir allt það nýjasta frá Rational, en fyrirtækið er með stærstu markaðshlutdeild gufusteikingarofna í heimi. Einnig verður hið eina sanna fyrirmyndarhlaðborð frumsýnt.
Sýningin hefst klukkan 13.00 báða dagana og stendur til 18.00.
Starfsfólk Bako Ísberg býður ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna
Allir velkomnir
Nánar um sýninguna á www.bakoisberg.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti








