Markaðurinn
Hótel Reykjavík Grand óska að ráða til sín vaktstjóra í veitingadeild
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Grand óska að ráða til sín vaktstjóra í veitingadeild. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Unnið er á 2-2-3 vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg stjórnun, skipulag og framkvæmd verkefna í veitingasölum
- Þjónusta og samskipti við gesti
- Almenn vaktstjórn í sal
- Fagleg þjálfun starfsmanna
- Umsjón með mönnun vaktar, afleysingar í fríum og veikindum
- Miðlun upplýsinga til annars starfsfólks og milli vakta
- Fagleg úrlausn mála sem upp kunna að koma
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund
- Sveinspróf í framreiðslu er kostur
- Fagmannleg framkoma
- Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi
- Lágmarksaldur 25 ára
- Góð íslensku- eða ensku kunnátta
- Reynsla af veitingastörfum skilyrði
Hótel Reykjavík Grand er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.
Lærðu meira um Hótel Reykjavík Grand hér

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas