Frétt
Hótel Keflavík kaupir eign VS – Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á hótelinu
Hótel Keflavík hefur keypt húsnæði sem áður var eign Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS). Þar með hefur hótelið eignast síðasta hlutann af Vatnsnesvegi 12-14. Undanfarin misseri hafa staðið yfir miklar endurbætur á Hótel Keflavík. M.a. er verið að endurnýja móttöku hótelsins.
Skrifstofur sem þar eru í dag munu flytja í rými verslunarmannafélagsins.
„Við erun að endurnýja móttökuna í sama anda og Diamond Suites. Sú eining hefur verið mikilvægur partur af velgengni fyrirtækisins. Að auki batnar aðgengi fyrir KEF restaurant mikið og nýir möguleikar skapast með nýjum rýmum, lúxus bar, fundarsölum og spennandi nýjungum sem munu vera kynntir samhliða þeim breytingum sem nú standa yfir. Ég held að sumt muni koma á verulega á óvart,“
segir Steinþór Jónsson hótelstjóri, í samtali við Víkurfréttir sem fjallar nánar um kaupin og uppbygginguna hér.
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






