Frétt
Hótel Keflavík kaupir eign VS – Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á hótelinu
Hótel Keflavík hefur keypt húsnæði sem áður var eign Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS). Þar með hefur hótelið eignast síðasta hlutann af Vatnsnesvegi 12-14. Undanfarin misseri hafa staðið yfir miklar endurbætur á Hótel Keflavík. M.a. er verið að endurnýja móttöku hótelsins.
Skrifstofur sem þar eru í dag munu flytja í rými verslunarmannafélagsins.
„Við erun að endurnýja móttökuna í sama anda og Diamond Suites. Sú eining hefur verið mikilvægur partur af velgengni fyrirtækisins. Að auki batnar aðgengi fyrir KEF restaurant mikið og nýir möguleikar skapast með nýjum rýmum, lúxus bar, fundarsölum og spennandi nýjungum sem munu vera kynntir samhliða þeim breytingum sem nú standa yfir. Ég held að sumt muni koma á verulega á óvart,“
segir Steinþór Jónsson hótelstjóri, í samtali við Víkurfréttir sem fjallar nánar um kaupin og uppbygginguna hér.
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






