Frétt
Hótel Keflavík kaupir eign VS – Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á hótelinu
Hótel Keflavík hefur keypt húsnæði sem áður var eign Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS). Þar með hefur hótelið eignast síðasta hlutann af Vatnsnesvegi 12-14. Undanfarin misseri hafa staðið yfir miklar endurbætur á Hótel Keflavík. M.a. er verið að endurnýja móttöku hótelsins.
Skrifstofur sem þar eru í dag munu flytja í rými verslunarmannafélagsins.
„Við erun að endurnýja móttökuna í sama anda og Diamond Suites. Sú eining hefur verið mikilvægur partur af velgengni fyrirtækisins. Að auki batnar aðgengi fyrir KEF restaurant mikið og nýir möguleikar skapast með nýjum rýmum, lúxus bar, fundarsölum og spennandi nýjungum sem munu vera kynntir samhliða þeim breytingum sem nú standa yfir. Ég held að sumt muni koma á verulega á óvart,“
segir Steinþór Jónsson hótelstjóri, í samtali við Víkurfréttir sem fjallar nánar um kaupin og uppbygginguna hér.
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði