Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Hótel Húsafell – Veitingarýni

Birting:

þann

Hótel Húsafell

Norræn matargerð með alþjóðlegum áhrifum einkennir veitingastaðinn á Hótel Húsafelli. Hótel Húsafell sem er hið glæsilegasta opnaði í byrjun júlí í fyrra, en hótelið er fellt inn í landslagið og skóginn og er staðsett á milli þjónustumiðstöðvar og sundlaugar á Húsafelli.

Öll umgjörð er glæsileg, falleg bygging.

Undirritaður kíkti á veitingastaðinn á hótelinu og var fimm rétta sælkeramatseðill fyrir valinu.

Fyrst kom smakkið:

Hótel Húsafell

Grafið ærkjöt

„Dúnamjúkt kjöt og bragðgott yfir heildina. Góð byrjun, lofaði virkilega góðu.“

Hótel Húsafell

Skelfisksúpa

Hótel Húsafell

Skelfisksúpa
Bláskel, humar og hörpuskel

„Gott skelfiskbragð, fersk og einstaklega góð súpa“

Hótel Húsafell

Laxatvenna
Grafinn lax, laxatartar, sítrónugras majónes, ólífuolía, snjór, laxahrogn, dillolía og engifer hlaup

„Góð samsetning og engifer hlaupið gaf gott bragð með laxinum“

Hótel Húsafell

Heitreykt gæsabringa
Gæsa og andalæra confit, aðalbláber og bankabygg

„Þvílík snilld, og það lá við að biðja um meira, mjög góður réttur.“

Hótel Húsafell

Grillaður lambahryggvöðvi
Lambaöxl, döðlur, pönnusteiktar rófur, Pave kartöflur, rabarbara og rófusósa

„Lambið klikkar ekki ef það er rétt eldað og það kunna fagmenn eldhússins greinilega. Virkilega góður réttur og hráefnið fékk að njóta sín.“

Hótel Húsafell

Hamborgari
Franskar og tómatsósa

„Krakkarnir fengu sér hamborgara og voru mjög ánægð og höfðu orð á því að hann væri bragðgóður.“

Hótel Húsafell

Skyr
Hvítsúkkulaði krem, bláberjaís, brúnað súkkulaði og aðalbláber

„Váv, hvað þessi eftirréttur var ferskur og góður. Flottur endir á góðu kvöldi.“

Starfsfólk var með hlýtt viðmót, en þjónustuna mætti þó fínpússa á köflum hvað varðar fagmennskuna.

Eldhúsið fær alveg toppeinkunn.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið