Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hótel Húsafell – Veitingarýni
Norræn matargerð með alþjóðlegum áhrifum einkennir veitingastaðinn á Hótel Húsafelli. Hótel Húsafell sem er hið glæsilegasta opnaði í byrjun júlí í fyrra, en hótelið er fellt inn í landslagið og skóginn og er staðsett á milli þjónustumiðstöðvar og sundlaugar á Húsafelli.
Öll umgjörð er glæsileg, falleg bygging.
Undirritaður kíkti á veitingastaðinn á hótelinu og var fimm rétta sælkeramatseðill fyrir valinu.
Fyrst kom smakkið:
„Dúnamjúkt kjöt og bragðgott yfir heildina. Góð byrjun, lofaði virkilega góðu.“
„Gott skelfiskbragð, fersk og einstaklega góð súpa“

Laxatvenna
Grafinn lax, laxatartar, sítrónugras majónes, ólífuolía, snjór, laxahrogn, dillolía og engifer hlaup
„Góð samsetning og engifer hlaupið gaf gott bragð með laxinum“
„Þvílík snilld, og það lá við að biðja um meira, mjög góður réttur.“

Grillaður lambahryggvöðvi
Lambaöxl, döðlur, pönnusteiktar rófur, Pave kartöflur, rabarbara og rófusósa
„Lambið klikkar ekki ef það er rétt eldað og það kunna fagmenn eldhússins greinilega. Virkilega góður réttur og hráefnið fékk að njóta sín.“
„Krakkarnir fengu sér hamborgara og voru mjög ánægð og höfðu orð á því að hann væri bragðgóður.“
„Váv, hvað þessi eftirréttur var ferskur og góður. Flottur endir á góðu kvöldi.“
Starfsfólk var með hlýtt viðmót, en þjónustuna mætti þó fínpússa á köflum hvað varðar fagmennskuna.
Eldhúsið fær alveg toppeinkunn.

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni