Frétt
Hótel Glymur í Hvalfirði fær nýtt hlutverk í haust
Frá 1. október næstkomandi mun Vinnumálastofnun leigja Hótel Glym til hýsingar allt að 80 umsækjenda um alþjóðlega vernd. Samsetning hópsins sem þar mun dvelja liggur ekki fyrir en skýrist er nær dregur. Leigutími er a.m.k. til 18 mánaða en allt að 24 mánaða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vinnumálastofnun sem að Hvalfjarðarsveit.is vekur athygli á.
Glymur er heimilislegt hótel og er staðsett norðan megin í Hvalfirði í fallegu umhverfi, aðeins 45 mínútna akstur frá Reykjavík.
Hótel Glymur hefur meðal annars fengið viðurkenningu frá World Travel Awards sem besta tísku hótelið í Evrópu.
Á haustmánuðum mun verða boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu.
Mynd: facebook / Hótel Glymur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði