Frétt
Hótel Glymur í Hvalfirði fær nýtt hlutverk í haust
Frá 1. október næstkomandi mun Vinnumálastofnun leigja Hótel Glym til hýsingar allt að 80 umsækjenda um alþjóðlega vernd. Samsetning hópsins sem þar mun dvelja liggur ekki fyrir en skýrist er nær dregur. Leigutími er a.m.k. til 18 mánaða en allt að 24 mánaða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vinnumálastofnun sem að Hvalfjarðarsveit.is vekur athygli á.
Glymur er heimilislegt hótel og er staðsett norðan megin í Hvalfirði í fallegu umhverfi, aðeins 45 mínútna akstur frá Reykjavík.
Hótel Glymur hefur meðal annars fengið viðurkenningu frá World Travel Awards sem besta tísku hótelið í Evrópu.
Á haustmánuðum mun verða boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu.
Mynd: facebook / Hótel Glymur
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






