Frétt
Hótel Glymur í Hvalfirði fær nýtt hlutverk í haust
Frá 1. október næstkomandi mun Vinnumálastofnun leigja Hótel Glym til hýsingar allt að 80 umsækjenda um alþjóðlega vernd. Samsetning hópsins sem þar mun dvelja liggur ekki fyrir en skýrist er nær dregur. Leigutími er a.m.k. til 18 mánaða en allt að 24 mánaða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vinnumálastofnun sem að Hvalfjarðarsveit.is vekur athygli á.
Glymur er heimilislegt hótel og er staðsett norðan megin í Hvalfirði í fallegu umhverfi, aðeins 45 mínútna akstur frá Reykjavík.
Hótel Glymur hefur meðal annars fengið viðurkenningu frá World Travel Awards sem besta tísku hótelið í Evrópu.
Á haustmánuðum mun verða boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu.
Mynd: facebook / Hótel Glymur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar16 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun