Sverrir Halldórsson
Hótel Bifröst – Kafli 2
Vaknaði hress um morguninn og var mættur í morgunmat kl 09:00, heimilislegur og góður morgunverður, svo leið að fundur yrði settur og gekk ég í áttina að barnum, lítur þjónustustúlkan á mig og bendir á kælirinn og ég nikka og segi hvort hún geti komið með bensínið inn í fundarsal og hún nikkar og stuttu eftir að ég fékk mér sæti, birtist hún með drykkinn heilaga og setur á borðið hjá mér og er horfin „med de samme“.
Svo hófst aðalfundurinn samkvæmt dagskrá og rann ljúflega í gegn án nokkurra átaka og gengum við til hádegisverðar á réttum tíma og dagskrá fundarins tæmd.
Í salnum var boðið upp á hlaðborð með ýmsu góðgæti af vesturlandi og þar sem ég þarf að drattast með þessar hækjur með mér var ég síðastur inn í salinn og of seinn til að taka myndir af borðinu, en tók af diskunum í staðinn.
Það var spergilsúpa, heimabakað brauð, reykt geitakjöt, grafið ærkjöt, grafið nautakjöt, kúmenostur, fetaostur, rúgbrauð, kjötpylsa, ferskur skelfiskur, skyr með djúpsteiktu þangi, allt hráefni af svæðinu svo var pastaréttur til að fylla upp í, smakkaðist þetta alveg prýðilega og vinkona mín var ekki lengi að koma með bensín þegar ég hafði sest.
Eftir mat var farið inn í sal aftur og hlýtt á erindi rektors skólans Vilhjálms Egilssonar um námsmöguleika í námi og þá sérstaklega nýja háskólanámið í matvælaviðskiptafræði og kom þar fram að þeir sem eru með próf úr meistaraskóla eru lagðir að jöfnu við stúdentspróf, meðan meistarar úr eldra kerfi þurfa að láta meta sig inn og gætu í versta falli þurft að taka 1 árs undirbúningsnám áður en þeir komast í námið.
Svo var á prógramminu einhverjir leikir, en kallinn skundaði bara upp á herbergi og lagði sig fram að dinner.
Um hálfátta var mætt í fordrykk og var boðið upp á tapas lagað af 3 ungkokkum sem voru Bjartur Eli Friðþjófsson Grillmarkaðinum, Þór Ingi Erlingsson frá Kopar og Bragi Þór Hansson frá Hótel Rangá og smakkaðist það alveg prýðilega. Svo var vísað til sætis og veislustjóri kynntur og heitir hann Karl Örvarsson og kynnti hann dagskrána og matseðillinn, en einhverra hluta vegna var það illa skrifað þannig að það þurfti nokkra aðila til að skilja skriftina, svo var hann lesinn og er ég heyrði að það væru pommes Anna með aðalréttinum, varð ég forvitinn um hvernig það liti út.
Svo kom forrétturinn:
Humarsúpa með skán, hálfköld og svo mikið cayennepiparbragð að þetta litla humarbragð sem verið hafði var horfið. Þarna hefði fagmaður komið með súpuna inn í salinn á borð með diskum og ausið þar á diskana, þá hefði hún allavega verið heit og án skánar.
Svo kom aðalrétturinn:
Lambalundir með ferskum gulrótum rjómasósu og bíddu við Hasselback kartöflu, þetta var frekar tíkarlegt á diskinum en smakkaðist svona allt í lagi, það sem að bjargaði þessu var að það var komið með ábót á fötum og boðin öllum. Stærsti feill sem ófaglærður gerir gagnvart fagmönnum er að skreyta sig með fagheitum, án þess að vita hvað liggur á bak við hvert nafn, einnig hefði átt að hafa 3 bita á diskinum ekki 2 og mögulega lítinn bita af broccoli til að lyfta diskinum upp.
Kartöflur Anna er frönsk uppskrift lagaðar í pönnu, þunnar sneiðar lagðar í pönnu og bakað í ofni, hvolft í pönnunni og skorið sem tertusneið, en Hasselback eru sænskar frá Hasselbacken og eru fondant kartöflur sem skorið er í til hálfs niður og bakaðar í ofni.
Ábætirinn var frauð sem smakkaðist ágætlega, en þegar að einn aðili sagði mér að þessi dinner væri á sambærilegu verði við Hilton hristi ég hausinn, okurverð.
Svo var orðuveiting á Cordon Bleu og fengu þrír aðilar orðuna þetta kvöld, en það voru Ragnar Guðmundsson Laugaás, Bjarni Geir Alfreðsson veitingamaður og Þráinn Freyr Vigfússon yfirmatreiðslumeistari í Blá Lóninu og eru þeir allir verðugir að þessum heiðri. Má geta þess að 55 aðilar hafa hlotið þessa orðu frá upphafi á Íslandi.
Svo var kominn háttatíminn hjá kallinum og kvaddi ég söfnuðinn og kom við í lobbýinu en þar var engin stúlka til að lesa eina sögu fyrir mig, svo ég fór einn upp á herbergi og hvarf fljótlega inn í draumalandið.
Fleira tengt efni:
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi