Bjarni Gunnar Kristinsson
Horfðu hér á síðustu Bocuse d´Or æfinguna hjá Íslenska liðinu
Í morgun fór Íslenska Bocuse d´Or föruneytið með flugi til Stokkhólms þar sem Bocuse d´Or Europe fer fram í sýningarhöllinni Stockholmsmässan.
Það er Sigurður Helgason á Grillinu sem kemur til með að keppa fyrir Íslands hönd, en keppnin fer fram 7. og 8. maí. Aðstoðarmaður Sigurðar er Sindri Geir Guðmundsson og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon.
Til gamans má geta að nú í vikunni fór með flugi um 800 kíló af hráefni, tækjum og tólum fyrir keppnina, en Sigurður keppir 8. maí 2014.
Meðfylgjandi myndband sýnir síðustu æfinguna hjá Íslenska Bocuse d´Or liðinu sem haldin var síðastliðna helgi í æfingareldhúsi Fastus:
Það er Bocuse d´Or Akademía Íslands sem er handhafi þátttökuréttar íslendinga og á veg og vanda af skipulagningu.
Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með Íslenska föruneytinu og færa ykkur fréttir í máli og myndum.
Vídeó: Bjarni
Mynd: Skjáskot úr myndbandi.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn