Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Horfðu hér á síðustu Bocuse d´Or æfinguna hjá Íslenska liðinu

Birting:

þann

Bocuse d´Or æfing í Fastus

Í morgun fór Íslenska Bocuse d´Or föruneytið með flugi til Stokkhólms þar sem Bocuse d´Or Europe fer fram í sýningarhöllinni Stockholmsmässan.

Það er Sigurður Helgason á Grillinu sem kemur til með að keppa fyrir Íslands hönd, en keppnin fer fram 7. og 8. maí.  Aðstoðarmaður Sigurðar er Sindri Geir Guðmundsson og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon.

Til gamans má geta að nú í vikunni fór með flugi um 800 kíló af hráefni, tækjum og tólum fyrir keppnina, en Sigurður keppir 8. maí 2014.

Meðfylgjandi myndband sýnir síðustu æfinguna hjá Íslenska Bocuse d´Or liðinu sem haldin var síðastliðna helgi í æfingareldhúsi Fastus:

 

Það er Bocuse d´Or Akademía Íslands sem er handhafi þátttökuréttar íslendinga og á veg og vanda af skipulagningu.

Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með Íslenska föruneytinu og færa ykkur fréttir í máli og myndum.

 

Vídeó: Bjarni

Mynd: Skjáskot úr myndbandi.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið