Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hlynur kokkur er nýr rekstraraðili veitinga að Garðavöllum
Golfklúbburinn Leynir á Akranesi auglýsti nú í mars eftir nýjum rekstraraðila veitinga að Garðavöllum.
Sjá einnig: Er þetta þitt tækifæri?
Áhuginn var mikill og barst klúbbnum alls níu umsóknir.
Stjórn Leynis hefur náð samkomulagi við matreiðslumanninn Hlyn Guðmundsson um að taka verkefnið að sér. Hlynur hefur mikla reynslu í faginu og mun flytja fyrirtækið sitt, Hlynur Kokkur Veisluþjónusta, frá Hafnarfirði upp á Akranes.
Golfklúbburinn Leynir og Hlynur ætla að undirbúa sumarið vel og leggja metnað sinn i að efla þjónustu við kylfinga sem og aðra gesti sem sækja Garðavelli heim.
„Matseðilinn er í mótun og lofar mjög góðu“ segir í tilkynningu, en á næstu vikum er stefnt á að klára endurbætur á salnum og gera hann tilbúinn fyrir vorið.
Mynd: facebook / Hlynur kokkur

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri