Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hlynur kokkur er nýr rekstraraðili veitinga að Garðavöllum
Golfklúbburinn Leynir á Akranesi auglýsti nú í mars eftir nýjum rekstraraðila veitinga að Garðavöllum.
Sjá einnig: Er þetta þitt tækifæri?
Áhuginn var mikill og barst klúbbnum alls níu umsóknir.
Stjórn Leynis hefur náð samkomulagi við matreiðslumanninn Hlyn Guðmundsson um að taka verkefnið að sér. Hlynur hefur mikla reynslu í faginu og mun flytja fyrirtækið sitt, Hlynur Kokkur Veisluþjónusta, frá Hafnarfirði upp á Akranes.
Golfklúbburinn Leynir og Hlynur ætla að undirbúa sumarið vel og leggja metnað sinn i að efla þjónustu við kylfinga sem og aðra gesti sem sækja Garðavelli heim.
„Matseðilinn er í mótun og lofar mjög góðu“ segir í tilkynningu, en á næstu vikum er stefnt á að klára endurbætur á salnum og gera hann tilbúinn fyrir vorið.
Mynd: facebook / Hlynur kokkur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir