Vertu memm

Starfsmannavelta

Hlöllafjölskyldan kveður Litlu Kaffistofuna eftir fjögur eftirminnileg ár

Birting:

þann

Litla kaffistofan

Nú líður að lokum hjá Hlöllafjölskyldunni á Litlu Kaffistofunni, en komandi laugardagur, 28. júní, verður síðasti hefðbundni opnunardagurinn eftir fjögurra ára starfsemi.

Sjá einnig: Nýir rekstraraðilar á Litlu Kaffistofunni

Það var fjölskylda Hlöðvers Sigurðssonar, stofnanda Hlöllabáta, sem tók við rekstri Litlu Kaffistofunnar árið 2021 og hefur staðið að henni með eldmóði og metnaði allar götur síðan. Í tilkynningu frá fjölskyldunni segir að nú sé tímabært að kveðja þetta einstaka verkefni og snúa sér að nýjum áskorunum.

„Við fjölskyldan erum búin að eiga fjögur yndisleg ár hér á okkar uppáhalds Litlu Kaffistofu, en nú er kominn tími til að sigla á önnur mið,“

segir í kveðjunni, þar sem einnig kemur fram að ákvörðunin sé tekin með trega – en þó einnig með tilhlökkun fyrir því sem framundan er.

Litla kaffistofan

Litla kaffistofan

Á þessum fjórum árum hefur Litla Kaffistofan, undir þeirra stjórn, öðlast traustan sess sem áfangastaður ferðafólks og heimamanna, þar sem hlýlegt andrúmsloft og góð þjónusta hafa verið í forgrunni.

„Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir viðskiptin og velvildina frá upphafi.  Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar.“

segir enn fremur í tilkynningunni.

Litla kaffistofan er í eigu Olís og má vænta að nýr rekstraraðili taki við keflinu, en Hlöllafjölskyldan kveður með þakklæti í hjarta og hlakkar til að takast á við næstu kafla í veitingasögu sinni.

Mynd: facebook / Litla kaffistofan

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið