Vertu memm

Keppni

Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir

Birting:

þann

Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge

Andrés Björgvinsson og Hinrik Örn Lárusson

Í morgun hófst annar keppnisdagar af þremur í undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í kringum heimsþing matreiðslumann sem fram fer í Wales 2026.

Í þessari keppni eru sex matreiðslumenn sem vinna sér inn rétt á að keppa í Wales, tveir frá norður Evrópu, tveir frá mið Evrópu og tveir frá suður Evrópu.

Hinrik Örn Lárusson og honum til aðstoðar Andrés Björgvinsson hófu keppni kl. 08.10 í morgun og skiluðu síðasta rétt kl. 10.25. Þeir félagar höfðu 2 tíma til að afgreiða tveggja rétta matseðill og skylduhráefnið var lúða, kálfahryggvöðvi og kálfalifur.

Yfirveguð vinnubrögð og fagmennska skein í gegn þegar fylgst var með vinnu þeirra í eldhúsinu. Diskarnir litu mjög vel út og voru þeir félagar mjög glaðir með sitt framlag að lokinni keppni.

Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge

Andrés Björgvinsson og Hinrik Örn Lárusson

Íslensku keppendurnir hafa nú allir lokið keppni en niðurstaða úr Global Chef Challenge verður ekki kunngjörð fyrr en kl 16.00 á morgun þriðjudag þar sem aðeins helmingur af þeim sem keppa í Global Chef Challenge keppa í dag mánudag.

Sjá einnig: Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið