Keppni
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
Í morgun hófst annar keppnisdagar af þremur í undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í kringum heimsþing matreiðslumann sem fram fer í Wales 2026.
Í þessari keppni eru sex matreiðslumenn sem vinna sér inn rétt á að keppa í Wales, tveir frá norður Evrópu, tveir frá mið Evrópu og tveir frá suður Evrópu.
Hinrik Örn Lárusson og honum til aðstoðar Andrés Björgvinsson hófu keppni kl. 08.10 í morgun og skiluðu síðasta rétt kl. 10.25. Þeir félagar höfðu 2 tíma til að afgreiða tveggja rétta matseðill og skylduhráefnið var lúða, kálfahryggvöðvi og kálfalifur.
Yfirveguð vinnubrögð og fagmennska skein í gegn þegar fylgst var með vinnu þeirra í eldhúsinu. Diskarnir litu mjög vel út og voru þeir félagar mjög glaðir með sitt framlag að lokinni keppni.
Íslensku keppendurnir hafa nú allir lokið keppni en niðurstaða úr Global Chef Challenge verður ekki kunngjörð fyrr en kl 16.00 á morgun þriðjudag þar sem aðeins helmingur af þeim sem keppa í Global Chef Challenge keppa í dag mánudag.
Sjá einnig: Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir9 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu









