Keppni
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
Í morgun hófst annar keppnisdagar af þremur í undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í kringum heimsþing matreiðslumann sem fram fer í Wales 2026.
Í þessari keppni eru sex matreiðslumenn sem vinna sér inn rétt á að keppa í Wales, tveir frá norður Evrópu, tveir frá mið Evrópu og tveir frá suður Evrópu.
Hinrik Örn Lárusson og honum til aðstoðar Andrés Björgvinsson hófu keppni kl. 08.10 í morgun og skiluðu síðasta rétt kl. 10.25. Þeir félagar höfðu 2 tíma til að afgreiða tveggja rétta matseðill og skylduhráefnið var lúða, kálfahryggvöðvi og kálfalifur.
Yfirveguð vinnubrögð og fagmennska skein í gegn þegar fylgst var með vinnu þeirra í eldhúsinu. Diskarnir litu mjög vel út og voru þeir félagar mjög glaðir með sitt framlag að lokinni keppni.
Íslensku keppendurnir hafa nú allir lokið keppni en niðurstaða úr Global Chef Challenge verður ekki kunngjörð fyrr en kl 16.00 á morgun þriðjudag þar sem aðeins helmingur af þeim sem keppa í Global Chef Challenge keppa í dag mánudag.
Sjá einnig: Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps