Uncategorized
Hið opinbera heldur áfengisverði uppi
Verð á áfengi, hvort sem um er að ræða sterk eða létt vín, hefur lítið sem ekkert breyst undanfarna mánuði, þrátt fyrir að staða íslensku krónunnar hefur styrkst verulega. Það þýðir að hver flaska kostar færri krónur í innkaupum til landins og eðlilegt væri að ætla að slíkt myndi skila sér til neytenda. Svo er hinsvegar ekki og er fulltrúi ÁTVR sammála fulltrúa innflytjenda um að ástæðunnar sé ekki að leita hjá innflytjendum, heldur í undarlegri skattlagningu ríkisins. Hún valdi því að verðbreytingar á víni erlendis sem og lægra innkaupsverð skili sér ekki í lægra vöruverði til íslenskra neytenda.
Algengt áfengisgjald rúmar 400 krónur
Verðlagning á áfengi byggir upp á nokkrum hlutum. Í fyrsta lagi er það áfengisgjald, sem er ákveðin krónutala fyrir hvert prómill af áfengi. Af léttu víni er algengt gjald á bilinu 400 til 500 krónur. Ofan á það kemur síðan álagning ÁTVR sem og virðisaukaskattur. Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri vörusviðs ÁTVR segir að dæmið geti litið út á eftirfarandi hátt. Léttvínsflaska er keypt á 750 krónur til verslunarinnar. Þar af er áfengisgjald 450 krónur, en innflytjandi fær 300 krónur fyrir flöskuna. Með álagningu og vsk. kostar flaskan út úr búð 1.055 krónur. Ef innflytjandinn myndi lækka sitt gjald um 10% myndi flaskan hinsvegar aðeins lækka um 42 krónur, eða niður í 1.033.
,,Af því að áfengisgjaldið er hærra en innkaupsverðið er 10% hækkun á innkaupsverðinu ekki að skila sér í 10% lækkun á útsöluverði, segir Ágúst.
Lítil framlegð
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir framlegð innflytjenda af 1000 króna léttvínsflösku sé á bilinu 50 til 70 krónur.
,,Það sér hver maður að það er ekki mikið rými til að verðbreytinga þó að það verði til að mynda einhver breyting á gengi krónunnar segir Andrés. Hann bendir á að tæp 70% af útsöluverði sterkra vína gangi beint í ríkissjóð í formi ýmis konar skatta og að á meðan áfengisgjald sé reiknað út á þennan hátt verði staðan óbreytt. ,,Það kemst ekkert vit í þennan markað fyrr en áfengsgjald verður lækkað verulega, það er grundvallaratriði þessa máls. Við höfum eytt svo miklu púðri í að benda á að svona verðpólitík standist ekki, segir Andrés.
Hann segir ennfremur að óformleg verðkönnun á verði tuttugu vína sem keypt eru inn í dollurum hafi leitt í ljósað um helmingu þeirra hafi lækkað óverulega í verði hér á landi milli ára. Þrjú hafi hækkað en verð sjö vína hafi staðið í stað. Þau vín sem hafi lækkað séu aðallega dýr vín, en hlutfall áfengisgjaldsins í heildarverði þeirra sé lægra en í verði ódýru vínanna.
Blaðið greindi frá 12. janúar 2006
Heiðar Birnir Kristjánsson
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni